Innlent

Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar höfðu afskipti af nokkrum sofandi mönnum í dag.
Lögregluþjónar höfðu afskipti af nokkrum sofandi mönnum í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að brotist hefði verið inn í fyrirtæki. Löregluþjónar fóru á vettvang, ræddu við starfsmenn og ætluðu að skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækisins en kom þá í ljós að innbrotsþjófurinn var enn þar inni.

Sá fannst sofandi inn á baði. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Í dagbók lögreglunnar segir einnig að borist hafi ábending um hin furðulegustu hljóð hafi borist úr tiltekinni íbúð. Þegar lögregluþjóna bar að garði og ræddu við húsráðanda kom í ljós að hann hafði verið að tala upp úr svefni.

Húsráðandinn málglaði afþakkaði alla aðstoð og vildi þess í stað halda áfram að sofa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×