Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 19:42 Mennta- og barnamálaráðherra segist vona að kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög verði til þess að kennarar fari að treysta stjórnvöldum að nýju. Ný verði að gefa kennurum meiri aðstoð innan skólastofunnar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa upplifað mikla gleði og djúpan létti þegar henni barst til eyrna að Kennarasamband Íslands hefði skrifað undir kjarasamning til fjögurra ára við ríki og sveitarfélög. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, en í klippunni er frétt um nýgerða kjarasamninga og viðtal í setti við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðtalið við menntamálaráðherra hefst á mínútu 4:41. „Kennarar eru náttúrulega bara í framlínu farsældar fyrir börn á Íslandi. Þeir spila svo stórt hlutverk í þjóðfélaginu. Það skiptir öllu máli að kennarastéttin, það sé jafnvægi þar og að kennarar séu sáttir og að þeim líði vel í starfi og ég vona það innilega að þessir samningar leiði til þess að það myndist aftur traust á milli kennara og yfirvalda.“ Þurfi að hafa jafnvel tvo kennara í stofu Í gær steig grunnskólakennari fram sem sagði upp á dögunum og greindi frá reynslu sinni af kennslustarfi sem spannar rúma tvo áratugi. Starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og að farið hafi að halla undan fæti þegar rekstur grunnskólanna var færður sveitarfélögum. Þörfin fyrir aukinni sérfræðiaðstoð við börn í skólastofunni sé knýjandi. Þannig séu launakjör eitt en starfsaðstæður annað. „Ég held að hluti af því hvernig kennurum hefur liðið sé að þeim hefur ekki þótt vera metið við sig hversu miklum breytingum starfið hefur tekið á undanförnum árum og hversu mikið álagið er; þegar það koma ný börn inn í bekk, jafnvel nokkrum sinnum í mánuði, og þú ert með fjögur fimm og jafnvel fleiri tungumál sem eru töluð inn í bekknum og þá skapast gríðarlega mikið álag.“ „Ég held að við þurfum að grípa betur inn í þetta, við erum náttúrulega að vinna með farsældina, eins og hún heitir, sem er til þess að grípa snemma inn í og kennarar þurfa að hafa tæki til að grípa snemma inn í, þeir þurfa að fá aðstoð. Ég hef sagt að það þurfi að fjölga kennurum og jafnvel í sumum bekkjum að hafa tvo kennara, þannig að hægt sé að grípa inn í og hjálpa börnum og létta álagin af kennurum. Til þess að þeir hreinlega brenni ekki út,“ segir Ásthildur Lóa. Kjaramál Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa upplifað mikla gleði og djúpan létti þegar henni barst til eyrna að Kennarasamband Íslands hefði skrifað undir kjarasamning til fjögurra ára við ríki og sveitarfélög. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, en í klippunni er frétt um nýgerða kjarasamninga og viðtal í setti við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðtalið við menntamálaráðherra hefst á mínútu 4:41. „Kennarar eru náttúrulega bara í framlínu farsældar fyrir börn á Íslandi. Þeir spila svo stórt hlutverk í þjóðfélaginu. Það skiptir öllu máli að kennarastéttin, það sé jafnvægi þar og að kennarar séu sáttir og að þeim líði vel í starfi og ég vona það innilega að þessir samningar leiði til þess að það myndist aftur traust á milli kennara og yfirvalda.“ Þurfi að hafa jafnvel tvo kennara í stofu Í gær steig grunnskólakennari fram sem sagði upp á dögunum og greindi frá reynslu sinni af kennslustarfi sem spannar rúma tvo áratugi. Starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og að farið hafi að halla undan fæti þegar rekstur grunnskólanna var færður sveitarfélögum. Þörfin fyrir aukinni sérfræðiaðstoð við börn í skólastofunni sé knýjandi. Þannig séu launakjör eitt en starfsaðstæður annað. „Ég held að hluti af því hvernig kennurum hefur liðið sé að þeim hefur ekki þótt vera metið við sig hversu miklum breytingum starfið hefur tekið á undanförnum árum og hversu mikið álagið er; þegar það koma ný börn inn í bekk, jafnvel nokkrum sinnum í mánuði, og þú ert með fjögur fimm og jafnvel fleiri tungumál sem eru töluð inn í bekknum og þá skapast gríðarlega mikið álag.“ „Ég held að við þurfum að grípa betur inn í þetta, við erum náttúrulega að vinna með farsældina, eins og hún heitir, sem er til þess að grípa snemma inn í og kennarar þurfa að hafa tæki til að grípa snemma inn í, þeir þurfa að fá aðstoð. Ég hef sagt að það þurfi að fjölga kennurum og jafnvel í sumum bekkjum að hafa tvo kennara, þannig að hægt sé að grípa inn í og hjálpa börnum og létta álagin af kennurum. Til þess að þeir hreinlega brenni ekki út,“ segir Ásthildur Lóa.
Kjaramál Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07
Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53