Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 07:32 Imogen Simmonds er fædd í Hong Kong en keppir fyrir Sviss. Hún er í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Svissneska þríþrautarkonan Imogen Simmonds féll á lyfjaprófi á dögunum en kennir karli sínum um það hvernig fór. Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds) Þríþraut Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds)
Þríþraut Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira