Forsvarsmenn Eflingar segja uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur.
Í yfirlýsingu frá SFV segir að vinna um mönnun á hjúkrunarheimilum standi enn yfir. Samkvæmt kjarasamningnum sem gerður var þann 2. október hafi heilbrigðis- og fjármálaráðherra frest til 1. apríl til að bregðast við tillögum starfshóps um mönnum sem skilað var í febrúar.
„Það kemur SFV í opna skjöldu að samningnum sé nú sagt upp fyrirvaralaust,“ segir í yfirlýsingunni.
Samtökin lýsa yfir eindregnum vilja að halda áfram með og ljúka þeirri vinnu í samvinnu við hagsmunaaðila, eins og forsendur samningsins kveði á um.