Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 20:39 Sendiherra Danmerkur ofbauð orðræða öldungadeildarþingmannsins. Vísir/Samsett Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann. Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann.
Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31