Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 07:11 Heimildarmenn New York Times segja ákveðna áhættu felast í ákvörðuninni, sem geri ráð fyrir að Rússar gjaldi líku líkt. Getty/Omar Marques Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira
Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira