Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 13:23 Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að kanna afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu sem fyrst vegna öra breytinga á alþjóðakrefinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“ Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07