Sport

Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eilish McColgan sést hér á ferðinni í einu af mörgum hlaupum sínum á ferlinum.
Eilish McColgan sést hér á ferðinni í einu af mörgum hlaupum sínum á ferlinum. vísir/getty

Frjálsíþróttaþjálfarinn Liz McColgan er brjáluð eftir að dóttir hennar var líkamssmánuð á samfélagsmiðlum.

Dóttirin, Eilish, er mikil afrekskona. Fyrrum heimsmeistari í 10 þúsund metra hlaupi og hún hefur einnig hlotið silfurverðlaun í sömu grein á Ólympíuleikunum.

Nú er Eilish að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta maraþonhlaup. Myndband var birt af henni að æfa á samfélagsmiðlum. Það kallaði á viðbrögð netverja sem sögðu hann vera að glíma við átröskunarvandamál.

„Það er svo mikið til af fólki sem skilur ekki hvað þarf mikið bensín í svona þjálfun. Þetta eru meiri trúðarnir,“ sagði mamman brjáluð en hún er einnig þjálfari dótturinnar.

„Hættið þessari öfundssýki og ömurlegri meðferð á kvenkynsíþróttamönnum með því að henda þessum heimskulegu ummælum á internetið.

„Ég hef engar áhyggjur af dóttur minni, sem er sterkur karakter, en svona ummæli geta haft mikil áhrif á yngri og óreyndari íþróttamenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×