Innlent

Kennarar sam­þykkja kjara­samning

Lovísa Arnardóttir skrifar
Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands.
Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm

92,85 prósent samþykktu nýjan heildarkjarasamning Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. 

Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar. Innanhústillagan frá ríkissáttasemjara var undirrituð með fyrirvara um samþykki félagsfólks þann 25. febrúar 2025. Atkvæðisrétt höfðu félagsmenn í aðildarfélögum KÍ (FF, FG, FL, FS, FSL, FT og SÍ) sem starfa hjá ríkisreknum framhaldsskólum og stofnunum og sveitarfélögum landsins.

Kjörstjórn KÍ var falið að framkvæma allsherjaratkvæðagreiðslu um nýja samninginn en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sér kosningu.

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×