Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 07:02 Kristján Sívarsson mætir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/ Anton Brink Bráðalæknir sem tók á móti konu sem Kristján Markús Sívarsson er sakaður um að hafa beitt margvíslegu ofbeldi segist varla hafa séð annað eins dæmi um áverka í starfi sínu sem læknir. Áverkarnir sem konan var með voru að sögn læknisins óteljandi og mjög umfangsmiklir. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara á hendur Kristjáni Markúsi Sívarssyni sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum. Í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi segir að ofbeldið hafi staðið yfir frá byrjun nóvember og til þess 10. þess mánaðar. Rétt er að vara lesendur við lýsingar á því ofbeldi sem rætt er í þessari frétt. Í málinu sem nú er til meðferðar hjá dómstólum er honum gefið að sök að hafa slegið konu víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar og þrengja að, stinga hana í líkamann með sprautunálum og skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparkað víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Samkvæmt ákæru hlaut konan fyrir vikið mikla áverka víða um líkamann. Kristján sagði í skýrslutöku hjá lögreglu hafa þekkt konuna í um mánuð, hún ætti það til að fá gistingu hjá henni en hafnaði öllum ásökunum um ofbeldi. Hann hefði raunar tekið eftir áverkum á henni og aðstoðað hana við að búa um þá. Neitaði að hafa verið beitt þrýstingi Athygli vakti að konan breytti framburði sínum rétt fyrir jól og sagðist sjálf hafa átt upptök að átökum þeirra á milli. Kristján hefði ekki veitt henni alla áverkana. Henni þætti ósanngjarnt að Kristján sæti í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagði samband þeirra Kristjáns gott og neitaði að hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Hún myndi eingöngu eftir að hafa vaknað hjá honum með áverka án þess að geta nefnt þá sem voru á staðnum og hver hefði veitt henni áverkana. Þau Kristján hefðu rifist en hún hefði átt upptökin. Þau hefðu slegist þar sem hún hefði kýlt Kristján en hann sparkað í hana. Í frétt Vísis síðastliðinn þriðjudag var greint frá framburði Kristjáns og konunnar við aðalmeðferðina. Kristján neitaði því alfarið að hafa veitt konunni áverkana en þegar hann var spurður um hvers vegna hann héldi að konan hefði borið á hann umræddar sakir í nóvember síðastliðnum sagðist hann halda að konan hefði verið reið út í hann fyrir að hafa hent henni út, eða þá að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hvað hún var að segja. Aðspurður sagðist hann hafa verið í samskiptum við konuna eftir að hann fór í gæsluvarðhald, alveg þar til konan týndi símanum sínum. Þá neitaði hann því að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar eða þrýst á hana að draga ásakanirnar til baka. Sagðist hann hafa hvatt konuna til að „segja sannleikann.“ Þegar konan var spurð út í lýsingarnar í ákærunni sem snúa að margvíslegu ofbeldi, og hvort þær væru allar rangar þá svaraði hún játandi.Aðspurð um hvort einhver annar hefði beitt hana ofbeldi á umræddu tíu daga tímabili svaraði hún því játandi en vildi þó ekki nefna nein nöfn.Konan var einnig spurð út í mikla líkamlega áverka sem hún var með þegar hún mætti á slysadeildina umræddan dag í nóvember síðastliðnum. Þegar hún var spurð eftir hvað þeir áverkar voru sagðist hún ekki muna það – og ekki heldur eftir hvern þeir voru. Með greinilega áverka Við aðalmeðferð málsins síðastliðinn mánudag var tekin skýrsla af konu sem kvaðst hafa komið að brotaþolanum slasaðri á víðavangi og keyrt hana í kjölfarið á bráðamóttöku Landspítalans. Í skýrslutöku fyrir dómnum kvaðst konan hafa verið að keyra fram hjá Umbúðagerðinni í Hafnarfirði þann 10. nóvember síðastliðinn og komið auga á konu þar fyrir utan sem reyndist vera mikið slösuð. Bauðst hún því til að keyra konuna á bráðamóttöku. Að sögn vitnisins var konan með greinilega áverka í andliti, þar á meðal mikið og stórt glóðurauga. Þá hafi hún verið með opið sár á höndum „eins og það væri búið að pilla bita úr handleggnum með einhverskonar áhaldi.“ Vitnið minntist jafnframt á að hafa í eitt skipti, líklegast í lok september, séð mann og konu fyrir utan heimili Kristjáns í Hafnarfirði og sagði „afgerandi líkur“ á að sú kona hefði verið umræddur brotaþoli. Að sögn vitnisins voru samskipti Kristjáns og konunnar „aggresív.” Heyrðu öskur, læti og rifrildi Fyrir dóminn mættu einnig tveir af nágrönnum Kristjáns sem búsettir eru í sama húsi. Aðspurðir sögðust þeir báðir kannast við konuna, umræddan brotaþola í málinu, og sögðust hafa séð hana nokkrum sinnum á heimili Kristjáns. Báðir mennirnir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúðinni en svöruðu þó báðir neitandi þegar þeir voru spurðir hvort að þeir hefðu séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þá minntust þeir báðir á að konan hefði í eitt skipti bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig þegar þeir spurðu hana hvort hún þyrfti einhverja hjálp. Þá kvaðst annar nágranninn hafa heyrt það þegar Kristján henti konunni út af heimili sínu og meinaði henni inngöngu. Var í mikilli geðhræringu Bráðalæknir á Landspítalanum gaf einnig skýrslu fyrir dómnum. Lýsti hann því þannig að konan hefði verið með mjög umfangsmikla áverka og bætti því að hann hefði „varla séð annað eins“ á nærri 30 ára starfsferli sínum sem læknir. Áverkanir voru að hans sögn „óteljandi.“ Konan hafi verið með marbletti út um allan líkamann og djúpa, hringlaga skurði á lærum sem lýtalæknir þurfti að sauma. Þá reyndist hún vera með brot á rifi, sem bráðalæknirinn sagðist telja að hefði verið nýlegt. Þá sagði hann konuna augljóslega hafa verið í mikilli geðhræringu og verið með einkenni áfallastreitu sem séu lýsandi fyrir einstakling sem orðið hefur fyrir miklu ofbeldi. Óljóst hver beitti konuna kynferðisofbeldi Í skýrslum sem lagðar voru fyrir dóminn kemur fram að á bráðamóttökunni hafi konan nefnt það að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi og var henni því vísað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota. Fyrir dóminn mætti einnig kvensjúkdómalæknir og sérfræðingur á neyðarmóttöku sem skoðaði konuna umræddan dag. Konan reyndist vera með mar á lífbeini og kvaðst hafa orðið fyrir hnefahöggi á því svæði. Aðspurð sagði kvensjúkdómalæknirinn konuna hafa sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en hún hafi þó ekki sagt hver hefði veitt henni hnefahöggið, og þá hafi hún sagt að kynferðisofbeldið hefði ekki átt sér stað í tengslum við atburðina á heimili Kristjáns. Draslaraleg og óþrifaleg íbúð Lögreglumaður sem kom að handtöku Kristjáns ásamt sérsveitinni lýsti aðstæðunum á heimilinu og sagði þær hafa verið „verulega ógeðslegar“; rusl á víð og dreif og matur á borði og eldavél sem hafi verið orðinn löngu myglaður. Aðspurður sagði hann Kristján hafa verið nokkuð rólegan þegar lögreglan mætti á staðinn, og ekki sýnt mótþróa við handtöku. Annar lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi staðfesti að lagt hefði verið hald á muni sem brotaþolinn hafði sagt að hefðu verið notaðir við árásina; tréspýtu, hleðslutæki og járnrör. Þá sagði hann að „draslaralegt og óþrifalegt“ hefði verið umhorfs í íbúðinni. Annar lögreglumaður, sem ritaði skýrslu um vettvangsrannsóknina á heimili Kristjáns staðfesti einnig að hnífur og hamar hefði fundist í íbúðinni, auk þess sem að blóð hefði fundist á nokkrum stöðum. Aðspurður um hvort ummerki um átök hefðu verið í íbúðinni sagði hann að ógerningur væri að segja til um það, enda hefði allt verið „gersamlega á hvolfi“ þar inni. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar staðfesti að blóð úr bæði Kristjáni og konunni á hefði fundist á fyrrnefndri tréspýtu og málmröri. Aðspurð sagði sérfræðingurinn ekki hægt að útiloka að konan hefði verið slegin með spýtunni, en þó væri ekki heldur hægt að fullyrða að það hefði átt sér stað. Fyrir dóminn mætti einnig rannsóknarlögreglumaður, sem ræddi við konuna á slysadeild. Staðfesti hann að konan hefði nefnt Kristján sem geranda, en ekki nefnt neinn annan geranda á nafn. Þá sagði hann konuna hafa verið í uppnámi og sýnt viðbrögð sem séu eðlileg hjá aðila sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Framburður hennar hefði í megindráttum verið mjög skýr. Dómsmál Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara á hendur Kristjáni Markúsi Sívarssyni sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum. Í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi segir að ofbeldið hafi staðið yfir frá byrjun nóvember og til þess 10. þess mánaðar. Rétt er að vara lesendur við lýsingar á því ofbeldi sem rætt er í þessari frétt. Í málinu sem nú er til meðferðar hjá dómstólum er honum gefið að sök að hafa slegið konu víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar og þrengja að, stinga hana í líkamann með sprautunálum og skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparkað víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Samkvæmt ákæru hlaut konan fyrir vikið mikla áverka víða um líkamann. Kristján sagði í skýrslutöku hjá lögreglu hafa þekkt konuna í um mánuð, hún ætti það til að fá gistingu hjá henni en hafnaði öllum ásökunum um ofbeldi. Hann hefði raunar tekið eftir áverkum á henni og aðstoðað hana við að búa um þá. Neitaði að hafa verið beitt þrýstingi Athygli vakti að konan breytti framburði sínum rétt fyrir jól og sagðist sjálf hafa átt upptök að átökum þeirra á milli. Kristján hefði ekki veitt henni alla áverkana. Henni þætti ósanngjarnt að Kristján sæti í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagði samband þeirra Kristjáns gott og neitaði að hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Hún myndi eingöngu eftir að hafa vaknað hjá honum með áverka án þess að geta nefnt þá sem voru á staðnum og hver hefði veitt henni áverkana. Þau Kristján hefðu rifist en hún hefði átt upptökin. Þau hefðu slegist þar sem hún hefði kýlt Kristján en hann sparkað í hana. Í frétt Vísis síðastliðinn þriðjudag var greint frá framburði Kristjáns og konunnar við aðalmeðferðina. Kristján neitaði því alfarið að hafa veitt konunni áverkana en þegar hann var spurður um hvers vegna hann héldi að konan hefði borið á hann umræddar sakir í nóvember síðastliðnum sagðist hann halda að konan hefði verið reið út í hann fyrir að hafa hent henni út, eða þá að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hvað hún var að segja. Aðspurður sagðist hann hafa verið í samskiptum við konuna eftir að hann fór í gæsluvarðhald, alveg þar til konan týndi símanum sínum. Þá neitaði hann því að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar eða þrýst á hana að draga ásakanirnar til baka. Sagðist hann hafa hvatt konuna til að „segja sannleikann.“ Þegar konan var spurð út í lýsingarnar í ákærunni sem snúa að margvíslegu ofbeldi, og hvort þær væru allar rangar þá svaraði hún játandi.Aðspurð um hvort einhver annar hefði beitt hana ofbeldi á umræddu tíu daga tímabili svaraði hún því játandi en vildi þó ekki nefna nein nöfn.Konan var einnig spurð út í mikla líkamlega áverka sem hún var með þegar hún mætti á slysadeildina umræddan dag í nóvember síðastliðnum. Þegar hún var spurð eftir hvað þeir áverkar voru sagðist hún ekki muna það – og ekki heldur eftir hvern þeir voru. Með greinilega áverka Við aðalmeðferð málsins síðastliðinn mánudag var tekin skýrsla af konu sem kvaðst hafa komið að brotaþolanum slasaðri á víðavangi og keyrt hana í kjölfarið á bráðamóttöku Landspítalans. Í skýrslutöku fyrir dómnum kvaðst konan hafa verið að keyra fram hjá Umbúðagerðinni í Hafnarfirði þann 10. nóvember síðastliðinn og komið auga á konu þar fyrir utan sem reyndist vera mikið slösuð. Bauðst hún því til að keyra konuna á bráðamóttöku. Að sögn vitnisins var konan með greinilega áverka í andliti, þar á meðal mikið og stórt glóðurauga. Þá hafi hún verið með opið sár á höndum „eins og það væri búið að pilla bita úr handleggnum með einhverskonar áhaldi.“ Vitnið minntist jafnframt á að hafa í eitt skipti, líklegast í lok september, séð mann og konu fyrir utan heimili Kristjáns í Hafnarfirði og sagði „afgerandi líkur“ á að sú kona hefði verið umræddur brotaþoli. Að sögn vitnisins voru samskipti Kristjáns og konunnar „aggresív.” Heyrðu öskur, læti og rifrildi Fyrir dóminn mættu einnig tveir af nágrönnum Kristjáns sem búsettir eru í sama húsi. Aðspurðir sögðust þeir báðir kannast við konuna, umræddan brotaþola í málinu, og sögðust hafa séð hana nokkrum sinnum á heimili Kristjáns. Báðir mennirnir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúðinni en svöruðu þó báðir neitandi þegar þeir voru spurðir hvort að þeir hefðu séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þá minntust þeir báðir á að konan hefði í eitt skipti bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig þegar þeir spurðu hana hvort hún þyrfti einhverja hjálp. Þá kvaðst annar nágranninn hafa heyrt það þegar Kristján henti konunni út af heimili sínu og meinaði henni inngöngu. Var í mikilli geðhræringu Bráðalæknir á Landspítalanum gaf einnig skýrslu fyrir dómnum. Lýsti hann því þannig að konan hefði verið með mjög umfangsmikla áverka og bætti því að hann hefði „varla séð annað eins“ á nærri 30 ára starfsferli sínum sem læknir. Áverkanir voru að hans sögn „óteljandi.“ Konan hafi verið með marbletti út um allan líkamann og djúpa, hringlaga skurði á lærum sem lýtalæknir þurfti að sauma. Þá reyndist hún vera með brot á rifi, sem bráðalæknirinn sagðist telja að hefði verið nýlegt. Þá sagði hann konuna augljóslega hafa verið í mikilli geðhræringu og verið með einkenni áfallastreitu sem séu lýsandi fyrir einstakling sem orðið hefur fyrir miklu ofbeldi. Óljóst hver beitti konuna kynferðisofbeldi Í skýrslum sem lagðar voru fyrir dóminn kemur fram að á bráðamóttökunni hafi konan nefnt það að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi og var henni því vísað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota. Fyrir dóminn mætti einnig kvensjúkdómalæknir og sérfræðingur á neyðarmóttöku sem skoðaði konuna umræddan dag. Konan reyndist vera með mar á lífbeini og kvaðst hafa orðið fyrir hnefahöggi á því svæði. Aðspurð sagði kvensjúkdómalæknirinn konuna hafa sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en hún hafi þó ekki sagt hver hefði veitt henni hnefahöggið, og þá hafi hún sagt að kynferðisofbeldið hefði ekki átt sér stað í tengslum við atburðina á heimili Kristjáns. Draslaraleg og óþrifaleg íbúð Lögreglumaður sem kom að handtöku Kristjáns ásamt sérsveitinni lýsti aðstæðunum á heimilinu og sagði þær hafa verið „verulega ógeðslegar“; rusl á víð og dreif og matur á borði og eldavél sem hafi verið orðinn löngu myglaður. Aðspurður sagði hann Kristján hafa verið nokkuð rólegan þegar lögreglan mætti á staðinn, og ekki sýnt mótþróa við handtöku. Annar lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi staðfesti að lagt hefði verið hald á muni sem brotaþolinn hafði sagt að hefðu verið notaðir við árásina; tréspýtu, hleðslutæki og járnrör. Þá sagði hann að „draslaralegt og óþrifalegt“ hefði verið umhorfs í íbúðinni. Annar lögreglumaður, sem ritaði skýrslu um vettvangsrannsóknina á heimili Kristjáns staðfesti einnig að hnífur og hamar hefði fundist í íbúðinni, auk þess sem að blóð hefði fundist á nokkrum stöðum. Aðspurður um hvort ummerki um átök hefðu verið í íbúðinni sagði hann að ógerningur væri að segja til um það, enda hefði allt verið „gersamlega á hvolfi“ þar inni. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar staðfesti að blóð úr bæði Kristjáni og konunni á hefði fundist á fyrrnefndri tréspýtu og málmröri. Aðspurð sagði sérfræðingurinn ekki hægt að útiloka að konan hefði verið slegin með spýtunni, en þó væri ekki heldur hægt að fullyrða að það hefði átt sér stað. Fyrir dóminn mætti einnig rannsóknarlögreglumaður, sem ræddi við konuna á slysadeild. Staðfesti hann að konan hefði nefnt Kristján sem geranda, en ekki nefnt neinn annan geranda á nafn. Þá sagði hann konuna hafa verið í uppnámi og sýnt viðbrögð sem séu eðlileg hjá aðila sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Framburður hennar hefði í megindráttum verið mjög skýr.
Dómsmál Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“