Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2025 22:00 Rúmenska landsliðskonan Sorina Maria Grozav missti meðvitund eftir slæmt samstuð í kvöld. Getty/Alex Nicodim Sex síðustu mínúturnar í vináttulandsleik Svía og Rúmeníu í handbolta kvenna í kvöld voru ekki spilaðar. Leik var hætt eftir að tveir leikmenn rúmenska liðsins rákust illa saman. Rúmenska handboltakonan Sorina Grozav var að hlaupa til baka í vörn en hljóp á markvörðinn sinn sem var komin út úr markinu. Báðar voru þær að horfa á boltann. Eftir samstuðið þá lá Grozav eftir á gólfinu en læknalið liðanna hlupu inn á völlinn henni til aðstoðar. SVT.se Leikmenn og starfsmenn komu líka á staðinn og sáu til þess að áhorfendur sáu ekki hvað var í gangi. Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía, sagði að Grozav hafi verið með meðvitund þegar hún var borin út úr salnum. „Það er alltaf áhættusamt þegar markvörðurinn kemur út úr teignum. Það var virkilega sorglegt að þetta kom fyrir,“ sagði Axnér við SVT Þegar leik var hætt þá var staðan 36-28 fyrir Svía. „Hún missti meðvitund um tíma en leið ágætlega eftir atvikum þegar hún var flutt á sjúkrahúsið. Hún er í rannsóknum þar og bíður eftir niðurstöðunum,“ sagði Daniel Vandor, blaðamannafulltrú sænska sambandsins. „Það eru allir í áfalli þegar svona gerist. Sem betur fer er það ekki algengt. Þetta er samt mjög óhugnanlegt,“ sagði Vandor. Aftonbladet segir frá. „Það sá enginn tilganginn með því að halda áfram leik. Liðin töluðu saman og sættust á að hætta leik,“ sagði Vandor. Þetta var tímamótaleikur hjá goðsögninni Jamina Roberts. Roberts varð í kvöld leikjahæsta kona sænska landsliðsins frá upphafi því hún lék í kvöld sinn 255. landsleik. Roberts spilar númer átta og leikurinn var stöðvaður á áttundu mínútu. Hún fékk þá mikið lófaklapp frá öllum í salnum. Sænski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Rúmenska handboltakonan Sorina Grozav var að hlaupa til baka í vörn en hljóp á markvörðinn sinn sem var komin út úr markinu. Báðar voru þær að horfa á boltann. Eftir samstuðið þá lá Grozav eftir á gólfinu en læknalið liðanna hlupu inn á völlinn henni til aðstoðar. SVT.se Leikmenn og starfsmenn komu líka á staðinn og sáu til þess að áhorfendur sáu ekki hvað var í gangi. Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía, sagði að Grozav hafi verið með meðvitund þegar hún var borin út úr salnum. „Það er alltaf áhættusamt þegar markvörðurinn kemur út úr teignum. Það var virkilega sorglegt að þetta kom fyrir,“ sagði Axnér við SVT Þegar leik var hætt þá var staðan 36-28 fyrir Svía. „Hún missti meðvitund um tíma en leið ágætlega eftir atvikum þegar hún var flutt á sjúkrahúsið. Hún er í rannsóknum þar og bíður eftir niðurstöðunum,“ sagði Daniel Vandor, blaðamannafulltrú sænska sambandsins. „Það eru allir í áfalli þegar svona gerist. Sem betur fer er það ekki algengt. Þetta er samt mjög óhugnanlegt,“ sagði Vandor. Aftonbladet segir frá. „Það sá enginn tilganginn með því að halda áfram leik. Liðin töluðu saman og sættust á að hætta leik,“ sagði Vandor. Þetta var tímamótaleikur hjá goðsögninni Jamina Roberts. Roberts varð í kvöld leikjahæsta kona sænska landsliðsins frá upphafi því hún lék í kvöld sinn 255. landsleik. Roberts spilar númer átta og leikurinn var stöðvaður á áttundu mínútu. Hún fékk þá mikið lófaklapp frá öllum í salnum.
Sænski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira