Handbolti

Jóhannes Berg fer til Arnórs í Dan­mörku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Berg Andrason hleypir heimdraganum í sumar.
Jóhannes Berg Andrason hleypir heimdraganum í sumar. vísir/diego

Handboltamaðurinn Jóhannes Berg Andrason gengur í raðir Team Tvis Holstebro í Danmörku frá FH í sumar.

Jóhannes kom til FH frá Víkingi fyrir þremur árum. Hann varð Íslands- og deildarmeistari með FH-ingum á síðasta tímabili.

Hjá Holstebro hittir Jóhannes fyrir Arnór Atlason en hann hefur þjálfað liðið frá því í fyrra. Holstebro er í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Jóhannes er markahæsti leikmaður FH í Olís-deildinni í vetur. Hann hefur skorað 107 mörk í nítján leikjum.

FH er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Aftureldingu á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×