Erlent

Tólf særðir eftir skot­á­rás á knæpu í Toronto

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Árásarmannanna er enn leitað.
Árásarmannanna er enn leitað. AP

Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot. 

Enginn er sagður í lífshættu að því er Reuters greinir frá. Lögregla segir að þrír menn hafi ruðst inn á krána, vopnaðir árásarriffli og skammbyssum, og hafið skothríð af handahófi. Ekki liggur fyrir hver ásetningur árásarmannanna var en málið er í rannsókn og allt kapp lagt á að finna þá grunuðu að því er haft er eftir lögreglu.

Einn hinna grunuðu er sagður hafa sést flýja af vettvangi á gráum bíl, klæddur í svarta lambhúshettu. Fórnarlömb árasarinnar eru á tvítugs til sextugsaldri að því er BBC greinir frá. Glerveggir brotnuðu í árásinni og mikið blóð á vettvangi, þar á meðal í kjallara hússins þangar sem nokkur hópur fólks flúði í felur að sögn lögreglu.

Fjöldi særðra í árásinni er nokkuð hærri en þekkist úr fyrri skotárásum á svæðinu síðan 2024. Þrjár milljónir búa í Toronto, en 43 voru skotnir til bana í borginni í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×