Enski boltinn

Villa blandar sér í Meistara­deildar­baráttuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði sitt 13. deildarmark á leiktíðinni í kvöld.
Skoraði sitt 13. deildarmark á leiktíðinni í kvöld. EPA-EFE/TIM KEETON

Aston Villa vann góðan 1-0 útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Lærisveinar Unai Emery eru að reyna komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og að næla sér í Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð. Í liðinni viku vann liðið 3-1 útisigur á Club Brugge og fór þar með nokkuð langt að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Í dag tryggði Ollie Watkins svo stigin þrjú með marki í upphafi síðari hálfleiks. Morgan Rogers hélt hann hefði bætt við marki aðeins mínútu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Eftir sigur dagsins er Villa með 45 stig í 7. sæti, aðeins sex minna en Nottingham Forest sem situr í 3. sæti. Liðið nær Skíriskógi á hins vegar leik til góða. Þar á milli eru Manchester City með 47 stig á meðan Chelsea og Brighton & Hove Albion eru með 46 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×