Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. mars 2025 16:16 Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex fyrir Ísland. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan níu marka sigur er liðið sótti það gríska heim í undankeppni EM 2026 í dag, 25-34. Íslenska liðið setti tóninn snemma og Kristján Örn opnaði markareikninginn strax í fyrstu sókn. Íslenska vörnin stóð virkilega vel í fyrri hálfleik og Grikkirnir töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum, sem skilaði sér í auðveldum mörkum fyrir íslensku strákana. Óðinn Þór var í algjöru draumalandi í hægra horninu og þaut upp völlinn í ófá hraðaupphlaupin og í þau skipti sem íslenska liðið mætti í uppstilltan sóknarleik endaði það nánast undantekningalaust með marki. Þorsteinn Leó batt svo endahnútinn á góðan fyrri hálfleik Íslands með marki á lokasekúndunum fyrir hlé og munurinn á liðunum tíu mörk þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 9-19 Íslandi í vil. Síðari hálfleikur bar þess þó keim að leiknum væri í raun lokið. Snorri Steinn gaf óreyndari leikmönnum íslenska liðsins tækifæri og þurftu þeir nokkrar mínútur til að hrista af sér slenið. Bæði lið töpuðu allt of mörgum boltum í seinni hálfleik og alls voru tapaði boltar 29 talsins í leiknum öllum. Íslenska liðið tapaði 12 boltum og það gríska 17. Þó var margt jákvætt við seinni hálfleikinn og nokkrir leikmenn fengu sínar fyrstu mínútur og skoruðu sín fyrstu landsliðsmörk. Forysta Íslands var aldrei í hættu og niðurstaðan varð að lokum öruggur níu marka sigur Íslands, 25-34. Íslenska liðið trónir því enn á toppi riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki, en Grikkir eru áfram með tvö stig í þriðja sæti. Liðin mætast aftur næsta laugardag í Laugardalshöll og þá geta íslensku strákarnir tryggt sér sæit á EM 2026 með sigri. Atvik leiksins Það er ekki beint margt sem stendur upp úr leik dagsins. Íslenska liðið náði snemma upp góðu forskoti og hélt því allan tíman. Atvik leiksins er líklega þegar Kristján Örn Kristjánsson ætlaði að skjóta á markið snemma leiks, en undir pressu varð skot hans hreint út sagt hræðilegt. Það varð svo hræðilegt að það breyttist óvænt í virkilega góða sendingu niður í horn þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson kom á ferðinni og kláraði sitt færi vel. Stjörnur og skúrkar Einar Þorsteinn Ólafsson átti virkilega öflugan leik í vörn Íslands og sýndi það að hann er klárlega framtíðarleikmaður íslensku varnarinnar. Einar stal hvorki fleiri né færri en fjórum boltum og gerði grísku sókninni erfitt fyrir. Sóknarlega áttu margir góðan leik. Kristján Örn skoraði sex mörk fyrir Ísland, líkt og Óðinn Þór. Þá var gaman að sjá óreynda leikmenn á borð við Arnór Snæ og Benedikt Gunnar Óskarssyni, Andra Má Rúnarsson og Ísak Steinsson stíga sín fyrstu skref fyrir landsliðið. Dómararnir Slóvakarnir Boris Mandak og Mario Rudinsky þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum á flautunni í dag. Leikurinn var prúðmannlega leikinn og miðað við handboltaleik var lítið sem ekkert um vafaatriði. Umgjörð og stemning Eins og fjallað var um á Vísi í morgun var gríska höllin sem strákarnir okkar spiluðu í ekki upp á marga fiska. Áhugi Grikkja á handbolta er heldur ekkert til að hrópa húrra yfir og því var þessi heldur litla höll ekki þéttsetin. Þó létu áhorfendur ágætlega í sér heyra, en líklega mun íslensku strákunum líða betur í pakkaðri Laugardalshöll á laugardaginn kemur. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan níu marka sigur er liðið sótti það gríska heim í undankeppni EM 2026 í dag, 25-34. Íslenska liðið setti tóninn snemma og Kristján Örn opnaði markareikninginn strax í fyrstu sókn. Íslenska vörnin stóð virkilega vel í fyrri hálfleik og Grikkirnir töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum, sem skilaði sér í auðveldum mörkum fyrir íslensku strákana. Óðinn Þór var í algjöru draumalandi í hægra horninu og þaut upp völlinn í ófá hraðaupphlaupin og í þau skipti sem íslenska liðið mætti í uppstilltan sóknarleik endaði það nánast undantekningalaust með marki. Þorsteinn Leó batt svo endahnútinn á góðan fyrri hálfleik Íslands með marki á lokasekúndunum fyrir hlé og munurinn á liðunum tíu mörk þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 9-19 Íslandi í vil. Síðari hálfleikur bar þess þó keim að leiknum væri í raun lokið. Snorri Steinn gaf óreyndari leikmönnum íslenska liðsins tækifæri og þurftu þeir nokkrar mínútur til að hrista af sér slenið. Bæði lið töpuðu allt of mörgum boltum í seinni hálfleik og alls voru tapaði boltar 29 talsins í leiknum öllum. Íslenska liðið tapaði 12 boltum og það gríska 17. Þó var margt jákvætt við seinni hálfleikinn og nokkrir leikmenn fengu sínar fyrstu mínútur og skoruðu sín fyrstu landsliðsmörk. Forysta Íslands var aldrei í hættu og niðurstaðan varð að lokum öruggur níu marka sigur Íslands, 25-34. Íslenska liðið trónir því enn á toppi riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki, en Grikkir eru áfram með tvö stig í þriðja sæti. Liðin mætast aftur næsta laugardag í Laugardalshöll og þá geta íslensku strákarnir tryggt sér sæit á EM 2026 með sigri. Atvik leiksins Það er ekki beint margt sem stendur upp úr leik dagsins. Íslenska liðið náði snemma upp góðu forskoti og hélt því allan tíman. Atvik leiksins er líklega þegar Kristján Örn Kristjánsson ætlaði að skjóta á markið snemma leiks, en undir pressu varð skot hans hreint út sagt hræðilegt. Það varð svo hræðilegt að það breyttist óvænt í virkilega góða sendingu niður í horn þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson kom á ferðinni og kláraði sitt færi vel. Stjörnur og skúrkar Einar Þorsteinn Ólafsson átti virkilega öflugan leik í vörn Íslands og sýndi það að hann er klárlega framtíðarleikmaður íslensku varnarinnar. Einar stal hvorki fleiri né færri en fjórum boltum og gerði grísku sókninni erfitt fyrir. Sóknarlega áttu margir góðan leik. Kristján Örn skoraði sex mörk fyrir Ísland, líkt og Óðinn Þór. Þá var gaman að sjá óreynda leikmenn á borð við Arnór Snæ og Benedikt Gunnar Óskarssyni, Andra Má Rúnarsson og Ísak Steinsson stíga sín fyrstu skref fyrir landsliðið. Dómararnir Slóvakarnir Boris Mandak og Mario Rudinsky þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum á flautunni í dag. Leikurinn var prúðmannlega leikinn og miðað við handboltaleik var lítið sem ekkert um vafaatriði. Umgjörð og stemning Eins og fjallað var um á Vísi í morgun var gríska höllin sem strákarnir okkar spiluðu í ekki upp á marga fiska. Áhugi Grikkja á handbolta er heldur ekkert til að hrópa húrra yfir og því var þessi heldur litla höll ekki þéttsetin. Þó létu áhorfendur ágætlega í sér heyra, en líklega mun íslensku strákunum líða betur í pakkaðri Laugardalshöll á laugardaginn kemur.
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti