Sport

Guð­rún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir með verðlaun sína frá meisraramótinu sem voru söguleg fyrir skólann hennar.
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir með verðlaun sína frá meisraramótinu sem voru söguleg fyrir skólann hennar. @vcuathletics

Íslenski kastarinn Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir gerði mjög góða hluti á meistaramóti bandarísku háskólanna í frjálsum íþróttum innanhúss.

Guðrún Karítas tryggði sér þá annað sætið í lóðakasti með því að ná risakasti í sjötta og síðasta kasti sínu.

Guðrún bætti með því tvö met sem hún hafði sett í sömu keppni fyrr um kvöldið.

Guðrún átti bæði íslenska metið og skólametið hjá VCU skólanum yfir lengsta lóðakast sögunnar eftir að hafa kastaði 22,44 metra í fyrra.

Hún hafði bætt metið með því að kasta 22,83 metra í öðru kasti sínu en náði síðan 23,19 metra kasti í lokakastinu.

Með þessu risakastið komst hún alla leið upp í annað sætið.

Hún varð fyrir vikið valin í úrvalsliðið, er svokallaður All-American.

Þetta er einnig besti árangur keppenda frá VCU skólanum síðan skólinn fór að taka þátt í bandaríska meistaramótsins við aldarmótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×