Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og FM957 standa í sameiningu að verðlaununum sem verða haldin á Nasa að þessu sinni. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone og 8 hjá Símanum. Útsending hefst klukkan 20:00.
Ef útsending stoppar eða hefst ekki þá er ráð að smella á „Beint“ hnappinn neðst í spilaranum.
Landslið tónlistarfólks stígur á svið
Hlustendaverðlaunin eru tónlistarverðlaun fólksins, þar sem þjóðin hefur valið sitt uppáhalds tónlistarfólk fyrir árið 2024. Veitt verða verðlaun í níu flokkum.
Ásamt verðlaunaafhendingu kemur fram topp tónlistarfólk á hátíðinni sem enginn vill missa af:
Bríet
Birnir
Jóhanna Guðrún
Clubdub
Gugusar
Steindi jr.
GDRN
Kristmundur Axel
og
Friðrik Dór