Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 18:59 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, ávarpaði blaðamann fyrir utan þinghús landsins í dag. Þar gagnrýndi hann harðlega hæstarétt fyrir ákvörðunina. AP/Luis Nova Réttað verður yfir Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, vegna meintra tilrauna hans til að fremja valdarán. Hann neitar þeim ásökunum sem á hann eru bornar og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna. Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra. Brasilía Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra.
Brasilía Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira