Efnið Chorionic Gonadotrophin (HCG) greindist í sýni Profars. Efnið er venjulega notað í frjósemismeðferðum hjá konum en getur einnig verið notað til að auka testósterón hjá karlmönnum eftir að þeir hætta að nota stera.
Bannið tekur strax gildi og Profar snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en 29. júní. Hann fær ekkert borgað meðan bannið stendur yfir og talið er að hann verði af 5,8 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 769 milljónum íslenskra króna.
Í yfirlýsingu baðst Profar afsökunar en sagði að hann myndi aldrei nota ólögleg lyf viljandi og svindla. Hann sagðist þó taka fulla ábyrgð í málinu og hann myndi una ákvörðun MLB.
Hinn 32 ára Profar samdi við Braves eftir að hafa átt gott tímabil með San Diego Padres í fyrra.