„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2025 19:39 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, íbúi í Varmahlíð og varaþingmaður, fer um þennan veg daglega. Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55