Í fréttatilkynningu frá Kviku segir að Narfi komi til Kviku frá JBT Marel, þar sem hann hafi starfað frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður stefnumótunar- og þróunar.
Narfi hafi mjög víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu en hann hafi starfað um nokkurra ára skeið í Kaupmannahöfn; fyrst sem sérfræðingur á rannsóknar- og þróunarsviði hjá Ørsted, síðar í leveraged finance hjá Glitni og loks sem verkefnastjóri hjá Nordic M&A. Við heimkomu hafi Narfi ráðið sig sem verkefnastjóra í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka áður en hann hóf störf hjá Marel, síðar JBT Marel. Hjá Marel hafi Narfi leitt teymi stefnumótunar- og þróunar og komið að fjölmörgun yfirtökum og stefnumarkandi verkefnum á undanförnum misserum, nú síðast samruna JBT og Marel. Narfi muni hefja störf hjá Kviku banka 1. maí næstkomandi.
Narfi sé með M.Sc. í orkuverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, MBA frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands.