Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni.
Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram,“ segir í tilynningunni.