Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 14:44 Meirihlutinn í borginni ætlar sér að hagræða með aðstoð borgarbúa. Vísir/Vilhelm Opnað hefur verið fyrir innsendingar í hugmyndasöfnun um hvernig megi nýta bæði tíma og fjármagn Reykjavíkurborgar sem best. Samráðið er öllum opið og allar tillögur og ábendingar eru vel þegnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Hugmyndasöfnunin minnir á sambærilegt verkefni ríkisstjórnarinnar sem skipaði hagræðingarhóp til að vinna úr hugmyndum landsmanna. Ríkisstjórnin telur að hægt verði að spara um sjötíu milljarða með tillögunum á árunum 2026 til 2030. Á fundi borgarstjórnar 4. mars var lögð fram fyrsta aðgerðaáætlun á grundvelli samstarfsyfirlýsingar nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Meðal aðgerða var hugmyndaleit um sparnaðartillögur og var skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að útfæra verkefnið. Eftir skoðun var talið heppilegast að nýta samráðsgátt Reykjavíkurborgar, en hún er notuð til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni. Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem unnið er að hverju sinni. Opið fyrir innsendingar út mánuðinn Samráðið er með þeim hætti að starfsfólk og íbúar Reykjavíkurborgar geta komið álitum, tillögum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri um betri nýtingu á tíma og fjármagni í starfsemi borgarinnar í Samráðsgátt Reykjavíkurborgar til 30. apríl. Sérstakur vinnuhópur fer yfir innsendingar og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn. Niðurstöðurnar verða meðal annars nýttar til að móta starfsemi borgarinnar þar sem við á, við gerð fjárhagsáætlunar og við útfærslu verkefna sem gætu stuðlað að því að nýta bæði tíma og fjármagn í fjölbreyttri starfsemi borgarinnar. Kostnaður við verkefnið felst eingöngu í vinnutíma starfsfólks. Gætt að persónuleynd við meðferð gagna Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu sett fram með skýrum og málefnalegum hætti. Álit sem send eru inn í samráðsgáttina birtast þar jafnóðum nema ef sendandi velur að fela bæði nafn sitt og álit. Í öllu ferlinu er fullum trúnaði heitið. Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samráðsgáttinni og er öllum frjálst að taka þátt. Hér er hægt að senda inn hugmynd. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Hugmyndasöfnunin minnir á sambærilegt verkefni ríkisstjórnarinnar sem skipaði hagræðingarhóp til að vinna úr hugmyndum landsmanna. Ríkisstjórnin telur að hægt verði að spara um sjötíu milljarða með tillögunum á árunum 2026 til 2030. Á fundi borgarstjórnar 4. mars var lögð fram fyrsta aðgerðaáætlun á grundvelli samstarfsyfirlýsingar nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Meðal aðgerða var hugmyndaleit um sparnaðartillögur og var skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að útfæra verkefnið. Eftir skoðun var talið heppilegast að nýta samráðsgátt Reykjavíkurborgar, en hún er notuð til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni. Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem unnið er að hverju sinni. Opið fyrir innsendingar út mánuðinn Samráðið er með þeim hætti að starfsfólk og íbúar Reykjavíkurborgar geta komið álitum, tillögum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri um betri nýtingu á tíma og fjármagni í starfsemi borgarinnar í Samráðsgátt Reykjavíkurborgar til 30. apríl. Sérstakur vinnuhópur fer yfir innsendingar og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn. Niðurstöðurnar verða meðal annars nýttar til að móta starfsemi borgarinnar þar sem við á, við gerð fjárhagsáætlunar og við útfærslu verkefna sem gætu stuðlað að því að nýta bæði tíma og fjármagn í fjölbreyttri starfsemi borgarinnar. Kostnaður við verkefnið felst eingöngu í vinnutíma starfsfólks. Gætt að persónuleynd við meðferð gagna Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu sett fram með skýrum og málefnalegum hætti. Álit sem send eru inn í samráðsgáttina birtast þar jafnóðum nema ef sendandi velur að fela bæði nafn sitt og álit. Í öllu ferlinu er fullum trúnaði heitið. Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samráðsgáttinni og er öllum frjálst að taka þátt. Hér er hægt að senda inn hugmynd.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira