Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2025 08:03 Stefán Árni þakkar sjúkraliða fyrir vel unnin störf á spítalanum. Setja þurfti plötu og sjö skrúfur í ökkla hans, auk þess sem borað var í gegnum fótinn. Aðsend Stefán Árni Geirsson fór í gær í fyrsta sinn út úr húsi eftir ökklaaðgerð á mánudaginn var. Hann líkir ökklanum við IKEA-húsgagn, enda þurfti að púsla honum saman með sjö skrúfum og plötu, auk þess að bora í gegnum hann. Stefán Árni fótbrotnaði og fór úr ökklalið í leik KR og Víkings síðustu helgi. Víkingur vann leikinn og þar af leiðandi Bose-bikarinn en meiðsli Stefán settu dökkan blett á leikinn. „Ég heyri, finn og semi finn lyktina af einhverju að brotna og fara úrskeiðis þarna niðri,“ segir Stefán Árni um atvikið. „Ökklinn fer úr lið og ég brotna í fibulunni, sem er bein sem er við ökklann. Ökklinn snýr ekki rétt og fæ beinbrot sem er eins og spírall.“ Mikið sjokk Það var Stefáni skiljanlega mikið áfall að sjá fótinn í rammskakkri stöðu. „Þetta var ekki falleg sjón. Það var bullandi sjokk. Ég er í sjokki þarna fyrstu mínúturnar. Svo koma fullt af góðum mönnum og það var mjög róandi að sjá alla mína helstu að passa upp á mig,“ segir Stefán Árni sem áttaði sig snögglega á því að hann myndi ekki spila fótbolta næstu mánuðina. „Ég átta mig fljótt á því að þetta er ekkert grín og ekkert smávægilegt. Fyrsta hugsunin er að þetta eru næstu vikur sem eru búnar fyrir mig, ef ekki mánuðir. En líkaminn er magnaður og maður fer fljótt í það að reyna að gera það besta úr þessu. Ég finn fyrir þrýstingi og miklum verk, en þetta er algjörlega yfirstíganlegt og maður fer strax í að huga hvað maður getur gert til að komast úr þessu.“ Þakklátur frábærum viðbragðsaðilum Þá tók við bið eftir sjúkrabíl sem þurfti blessunarlega að fara stutta leið frá Borgarspítalanum í Fossvogi í Víkina. Kallað var eftir lækni úr stúkunni á vellinum sem aðstoðaði sjúkraþjálfara liðanna við meðhöndlun Stefáns á vettvangi áður en sjúkraliðar komu á staðinn. Brýnasta verkefnið var að koma ökklanum aftur í lið. „Það eru læknar og sjúkraþjálfarinn minn og hjá Víkingum sem eru mjög hjálpsamir. Svo kemur sjúkrabíllinn. Áður en ég fer á spítalann er forgangsatriði að setja mig aftur í lið, af því að ökklinn er á stað sem að hann á alls ekki að vera,“ Ökklinn var á stað þar sem hann átti alls ekki að vera, segir Stefán Árni.Vísir/Sigurjón „Sjúkraliðarnir gera það ótrúlega fagmannlega. Ég fæ bara „eiturlyf“ til þess að koma mér í gegnum það að þeir kippa honum í lið. Ég man varla eftir því, þetta var ákveðið mók,“ segir Stefán Árni sem hélt þaðan á spítalann. „Svo er ég bara í einhverri vímu þarna á leið upp á Fossvogsspítala. Þar taka fleiri læknar við mér, taka röntgen og þeir greina þetta.“ Hann fékk góðan stuðning á spítalanum og fjölmargar heimsóknir áður en hann fór í aðgerð á mánudag. „Ég er umkringdur ótrúlega góðu fólki. Fjölskyldan og vinir. Það var stöðugt streymi af vinum sem kemur til mín og passar upp á mig. Maður sefur ekkert sérstaklega vel með þetta, en svo er þetta bara flott. Ég fékk frábær skilaboð og símtöl. Maður gerir það besta úr þessu,“ segir Stefán Árni. Ökklanum púslað saman eins og IKEA-húsgagni Líkt og sjá má á röntgenmynd af ökkla Stefáns Árna þurfti að skrúfa plötu við fibulubeinið og bora í gegnum ökklann.Aðsend Á mánudag kom að aðgerðinni og þar var verk að vinna. Ekki var nóg með að setja þyrfti plötu í fót hans, sem festa þurfti með sjö skrúfum, heldur var einnig borað í gegnum tvö bein í ökklanum. Stefán er afar þakklátur læknunum fyrir góða þjónustu. „Ég hef talað um að þetta sé svolítið eins og IKEA-húsgagn. Það eru fullt af skrúfum, það er plata og svo er líka tight-rope, sem er kallað. Þeir boruðu gat í gegnum tvö bein þarna og svo setja þeir eitthvað reipi í gegn og herða það til þess að auka stöðugleikann,“ „Læknarnir, Júlíus – sem tók á móti mér og spjallaði við mig fyrir og eftir aðgerð er snillingur- og Benedikt sem skar mig. Ég er ótrúlega þakklátur. Það var mjög huggandi að fara til þeirra og hvernig þeir gerðu þetta. Öll reynslan af aðgerðinni var mjög góð,“ segir Stefán Árni. Kvikmyndanördinn nýtur sín Stefán var rúmliggjandi þar til í gær og var tekið fagnandi þegar hann mætti í KR-heimilið. Hann fékk knús og kveðjur frá manni og öðrum. „Maður er mikið með fótinn upp í loft þessa dagana. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer út úr húsi eftir aðgerðina af því að ég er í raun og veru að jafna mig á aðgerðinni og líka áverkanum sjálfum,“ segir Stefán. Stefáni var vel tekið í KR-heimilinu og fékk knús frá aðstoðarþjálfaranum Theodóri Elmari Bjarnasyni.Skjáskot Helsta verkefnið þessa dagana er að stytta sér stundir á meðan fóturinn er upp í loft. Stefán er mikill kvikmyndaunnandi og hefur dempt sér í frönsku kvikmyndasenuna síðustu daga. „Ég er í þeirri forrréttindastöðu að ég dýrka kvikmyndir, góðar kvikmyndir. Ég hef verið að horfa á fullt af flottum myndum. Fá heimsóknir og detta í te og kaffi með góðum vinum. Svo kom góður vinur minn með PlayStation fyrir mig, svo ég hef verið svolítið að spila PlayStation, sem hefur verið fínn,“ segir Stefán. Samheldnin og orkan sjaldan verið betri Ljóst er að Stefán Árni mun ekki stíga fæti á fótboltavöllinn í Bestu deildinni í sumar. Það gæti tekið hann allt frá sex upp í tólf mánuði að jafna sig af meiðslunum. Það er honum töluvert högg. Sérstaklega í því ljósi að hann hefur leikið einkar vel með KR-liðinu í vetur og sjaldan einblínt eins mikið á fótboltann. „Í gegnum tíðina hef ég átt dálítið ástar-haturssamband við fótbolta. En ég hef uppgötvað með árunum hversu mikil snilld fótbolti er og ég var ótrúlega spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi núna,“ segir Stefán og bætir við: „Ég ætla ekki að vera of fullyrðingaglaður um hvað er að fara að gerast í sumar. En andinn í hópnum, samheldnin og orkan, hún er mjög góð. Ég var mjög spenntur fyrir fótboltanum sem við vorum að fara að spila og almennt var þetta missionið mitt, svolítið,“ „En ég á eftir að setjast niður með Óskari og Emma og sjá hvernig ég get hjálpað liðinu á öðruvísi hátt en inni á vellinum,“ segir Stefán sem stefnir því á að fylgja KR-liðinu vel eftir þrátt fyrir meiðslin. Bjartsýnn á framhaldið og góð helgi fram undan Þrátt fyrir að vera gott sem rúmliggjandi þegar KR hefur leik í Bestu deildinni um helgina er ekki að finna biturð yfir örlögum hans. Þvert á móti er hann spenntur að sjá liðsfélagana takast á við KA-menn á Akureyri. „Það er skemmtileg helgi fram undan. Það er sól, það er stuðningsmannakvöld KR á morgun sem ég ætla að mæta á, ég er spenntur fyrir því. Svo er sunnudagurinn, leikur, það verður gaman að fylgjast með því,“ segir Stefán Árni. KR mætir KA á sunnudag klukkan 16:15 í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Deildin hefst með leik Breiðabliks og Aftureldingar á laugardagskvöldið. Allir leikirnir í Bestu deildinni verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Stefán Árni ræðir ökklabrotið, aðgerðina og flókið samband við fótboltann Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Stefán Árni fótbrotnaði og fór úr ökklalið í leik KR og Víkings síðustu helgi. Víkingur vann leikinn og þar af leiðandi Bose-bikarinn en meiðsli Stefán settu dökkan blett á leikinn. „Ég heyri, finn og semi finn lyktina af einhverju að brotna og fara úrskeiðis þarna niðri,“ segir Stefán Árni um atvikið. „Ökklinn fer úr lið og ég brotna í fibulunni, sem er bein sem er við ökklann. Ökklinn snýr ekki rétt og fæ beinbrot sem er eins og spírall.“ Mikið sjokk Það var Stefáni skiljanlega mikið áfall að sjá fótinn í rammskakkri stöðu. „Þetta var ekki falleg sjón. Það var bullandi sjokk. Ég er í sjokki þarna fyrstu mínúturnar. Svo koma fullt af góðum mönnum og það var mjög róandi að sjá alla mína helstu að passa upp á mig,“ segir Stefán Árni sem áttaði sig snögglega á því að hann myndi ekki spila fótbolta næstu mánuðina. „Ég átta mig fljótt á því að þetta er ekkert grín og ekkert smávægilegt. Fyrsta hugsunin er að þetta eru næstu vikur sem eru búnar fyrir mig, ef ekki mánuðir. En líkaminn er magnaður og maður fer fljótt í það að reyna að gera það besta úr þessu. Ég finn fyrir þrýstingi og miklum verk, en þetta er algjörlega yfirstíganlegt og maður fer strax í að huga hvað maður getur gert til að komast úr þessu.“ Þakklátur frábærum viðbragðsaðilum Þá tók við bið eftir sjúkrabíl sem þurfti blessunarlega að fara stutta leið frá Borgarspítalanum í Fossvogi í Víkina. Kallað var eftir lækni úr stúkunni á vellinum sem aðstoðaði sjúkraþjálfara liðanna við meðhöndlun Stefáns á vettvangi áður en sjúkraliðar komu á staðinn. Brýnasta verkefnið var að koma ökklanum aftur í lið. „Það eru læknar og sjúkraþjálfarinn minn og hjá Víkingum sem eru mjög hjálpsamir. Svo kemur sjúkrabíllinn. Áður en ég fer á spítalann er forgangsatriði að setja mig aftur í lið, af því að ökklinn er á stað sem að hann á alls ekki að vera,“ Ökklinn var á stað þar sem hann átti alls ekki að vera, segir Stefán Árni.Vísir/Sigurjón „Sjúkraliðarnir gera það ótrúlega fagmannlega. Ég fæ bara „eiturlyf“ til þess að koma mér í gegnum það að þeir kippa honum í lið. Ég man varla eftir því, þetta var ákveðið mók,“ segir Stefán Árni sem hélt þaðan á spítalann. „Svo er ég bara í einhverri vímu þarna á leið upp á Fossvogsspítala. Þar taka fleiri læknar við mér, taka röntgen og þeir greina þetta.“ Hann fékk góðan stuðning á spítalanum og fjölmargar heimsóknir áður en hann fór í aðgerð á mánudag. „Ég er umkringdur ótrúlega góðu fólki. Fjölskyldan og vinir. Það var stöðugt streymi af vinum sem kemur til mín og passar upp á mig. Maður sefur ekkert sérstaklega vel með þetta, en svo er þetta bara flott. Ég fékk frábær skilaboð og símtöl. Maður gerir það besta úr þessu,“ segir Stefán Árni. Ökklanum púslað saman eins og IKEA-húsgagni Líkt og sjá má á röntgenmynd af ökkla Stefáns Árna þurfti að skrúfa plötu við fibulubeinið og bora í gegnum ökklann.Aðsend Á mánudag kom að aðgerðinni og þar var verk að vinna. Ekki var nóg með að setja þyrfti plötu í fót hans, sem festa þurfti með sjö skrúfum, heldur var einnig borað í gegnum tvö bein í ökklanum. Stefán er afar þakklátur læknunum fyrir góða þjónustu. „Ég hef talað um að þetta sé svolítið eins og IKEA-húsgagn. Það eru fullt af skrúfum, það er plata og svo er líka tight-rope, sem er kallað. Þeir boruðu gat í gegnum tvö bein þarna og svo setja þeir eitthvað reipi í gegn og herða það til þess að auka stöðugleikann,“ „Læknarnir, Júlíus – sem tók á móti mér og spjallaði við mig fyrir og eftir aðgerð er snillingur- og Benedikt sem skar mig. Ég er ótrúlega þakklátur. Það var mjög huggandi að fara til þeirra og hvernig þeir gerðu þetta. Öll reynslan af aðgerðinni var mjög góð,“ segir Stefán Árni. Kvikmyndanördinn nýtur sín Stefán var rúmliggjandi þar til í gær og var tekið fagnandi þegar hann mætti í KR-heimilið. Hann fékk knús og kveðjur frá manni og öðrum. „Maður er mikið með fótinn upp í loft þessa dagana. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer út úr húsi eftir aðgerðina af því að ég er í raun og veru að jafna mig á aðgerðinni og líka áverkanum sjálfum,“ segir Stefán. Stefáni var vel tekið í KR-heimilinu og fékk knús frá aðstoðarþjálfaranum Theodóri Elmari Bjarnasyni.Skjáskot Helsta verkefnið þessa dagana er að stytta sér stundir á meðan fóturinn er upp í loft. Stefán er mikill kvikmyndaunnandi og hefur dempt sér í frönsku kvikmyndasenuna síðustu daga. „Ég er í þeirri forrréttindastöðu að ég dýrka kvikmyndir, góðar kvikmyndir. Ég hef verið að horfa á fullt af flottum myndum. Fá heimsóknir og detta í te og kaffi með góðum vinum. Svo kom góður vinur minn með PlayStation fyrir mig, svo ég hef verið svolítið að spila PlayStation, sem hefur verið fínn,“ segir Stefán. Samheldnin og orkan sjaldan verið betri Ljóst er að Stefán Árni mun ekki stíga fæti á fótboltavöllinn í Bestu deildinni í sumar. Það gæti tekið hann allt frá sex upp í tólf mánuði að jafna sig af meiðslunum. Það er honum töluvert högg. Sérstaklega í því ljósi að hann hefur leikið einkar vel með KR-liðinu í vetur og sjaldan einblínt eins mikið á fótboltann. „Í gegnum tíðina hef ég átt dálítið ástar-haturssamband við fótbolta. En ég hef uppgötvað með árunum hversu mikil snilld fótbolti er og ég var ótrúlega spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi núna,“ segir Stefán og bætir við: „Ég ætla ekki að vera of fullyrðingaglaður um hvað er að fara að gerast í sumar. En andinn í hópnum, samheldnin og orkan, hún er mjög góð. Ég var mjög spenntur fyrir fótboltanum sem við vorum að fara að spila og almennt var þetta missionið mitt, svolítið,“ „En ég á eftir að setjast niður með Óskari og Emma og sjá hvernig ég get hjálpað liðinu á öðruvísi hátt en inni á vellinum,“ segir Stefán sem stefnir því á að fylgja KR-liðinu vel eftir þrátt fyrir meiðslin. Bjartsýnn á framhaldið og góð helgi fram undan Þrátt fyrir að vera gott sem rúmliggjandi þegar KR hefur leik í Bestu deildinni um helgina er ekki að finna biturð yfir örlögum hans. Þvert á móti er hann spenntur að sjá liðsfélagana takast á við KA-menn á Akureyri. „Það er skemmtileg helgi fram undan. Það er sól, það er stuðningsmannakvöld KR á morgun sem ég ætla að mæta á, ég er spenntur fyrir því. Svo er sunnudagurinn, leikur, það verður gaman að fylgjast með því,“ segir Stefán Árni. KR mætir KA á sunnudag klukkan 16:15 í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Deildin hefst með leik Breiðabliks og Aftureldingar á laugardagskvöldið. Allir leikirnir í Bestu deildinni verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Stefán Árni ræðir ökklabrotið, aðgerðina og flókið samband við fótboltann Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira