Fyrir eiga Ása og Leo soninn Atlas, sem er fæddur í janúar árið 2022.
Í færslunni má sjá fjölskylduna sitja við borð úti í snæviþakinni víðáttu á Vestfjörðum, með stóra hvíta köku fyrir framan sig. Þegar hjónin skáru kökuna kom í ljós að kakan væri blá að innan.
„Við erum ekki sammála um kynið, ég er alveg sannfærð um að ég sé strákamamma,“ segir Ása sem hafði rétt fyrir sér. Leo hélt aftur á móti að þau ættu von á stelpu, sem var líka það sem hann hélt þegar þau áttu von á Atlasi.
Með milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum
Ása Steinars er einn stærsti áhrifavaldur Íslands og er með um 1,4 milljón fylgjendur á Instagram. Ása starfar við ljósmyndun og flakkar vítt og breitt um heiminn í starfi sínu og deilir því á samfélagsmiðlum sínum.
Ása var í Íslandi í dag árið 2019 og var þá með um 130 þúsund fylgjendur. Þrátt fyrir það var hún ekki sérlega þekkt hér á landi. Síðan þá hefur fylgjendafjöldinn margfaldast og hún orðið að þekktari stærð hér á landi.
Nýlega hefur Ása staðið í dómsmálum við bandaríska markaðsfyrirtækið Tripscout sem hafði notað og deilt efni hennar án hennar leyfis. Ása stefndi fyrirtækinu vegna brota á höfundarrétti og höfðaði fyrirtækið í kjölfarið gagnsókn á hendur henni. Gagnkröfum Tripscout var á endanum vísað frá en fyrra málið stendur enn yfir.