Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 13:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum. Vísir/Ívar Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira