Með skottið fullt af próteini Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2025 14:02 Svavar Jóhannsson, stofnandi Fitnesss Sport, segir það oft gleymast að frumkvöðlar þurfi að ganga í gegnum allskyns raunir áður en þeir verði velmegandi. vísir/vilhelm Svavar Jóhannsson rekstrarmaður segist hafa þurft að hafa fyrir öllu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Svavar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, stofnaði verslun með fæðubótarefni fyrir 25 árum. Hann keyrði þrisvar í viku með skottið fullt af próteini til Reykjavíkur frá Akureyri samhliða vinnu og var með lager í bílskúrnum hjá ömmu sinni. „Ég byrjaði með þrjú hundruð þúsund kall að kaupa inn prótein fyrir 25 árum. Ég keypti eina tegund af próteini með vanillubragði og flutti það inn og byrjaði að selja sjálfur. Ég tók yfirdrátt í bankanum og var með hjartað í buxunum yfir því að geta ekki borgað til baka. En sem betur fer gekk þetta strax vel og boltinn fór að rúlla nokkuð hratt. Ég er ómenntaður og kláraði ekki menntaskóla og er mjög stoltur af því að hafa ekki fengið neitt upp í hendurnar og hafa þurft að hafa fyrir öllu sem ég hef unnið mér inn.“ Með lager í bílskúr ömmu sinnar Svavar stofnaði Fitness Sport árið 1988 og var fyrstu árin með lagerinn í bílskúrnum hjá ömmu sinni: „Ég var í annarri vinnu þegar ég byrjaði í þessu og borgaði mér engin laun fyrsta árið. Lagði bara á mig mikla vinnu og ákvað að hafa gaman að því. Það hefur legið óhemju vinna á bakvið þetta allt saman, en ég hef aldrei talið það eftir mér, enda hefur þetta alltaf verið áhugamál og mér hefur fundist gaman að vinna í kringum þetta.“ Þegar Svavar var að byrja bjó hann á Akureyri, var í fullri vinnu en keyrði svo frá Akureyri til Reykjavíkur þegar vinnudeginum lauk klukkan 5, með skottið fullt af próteini. „Svo snemma morguninn eftir var ég mættur hjá Bjössa í World Class og Jónínu Ben og fleirum til að fá þau til að kaupa þetta af mér og svo keyrði ég aftur til Akureyrar eftir hádegi. Þetta gerði ég þrisvar í viku í mörg ár samhliða fullri vinnu.“ Hélt hann myndi moka handlóðunum út Svavar segist ekki vera að hreykja sér af þessu en gott sé að hafa hugfast að nánast allir sem stofna fyrirtæki þurfi að vinna fyrir því og það gleymist oft í umræðunni. „Það er auðvelt að horfa á fólk eftir að það fer að ganga vel og halda að allt hafi komið upp í hendurnar á þeim.“ Svavar segist hafa farið í gegnum alls kyns tímabil í rekstrinum í gegnum tíðina, sumt hafi gengið vel, en annað alls ekki, en á endanum sé vegferðin það skemmtilegasta. Að leggja á sig, gera mistök og fá út úr því reynslu og uppskeru: Frumkvöðlar þurfi að leggja mikið á sig og taka alls kyns áhættu. „Það er hluti af jöfnunni. Ég hef farið í gegnum fullt af mistökum og hlutum sem hafa ekki gengið upp, en núna er ég búinn að læra af því og kominn með mikla reynslu einmitt út af mistökunum. Ég man til dæmis þegar ég hélt að það væri algjör snilld að flytja inn handlóð með sandi í, sem var ætlað til að labba með í göngutúrum eða fjallgöngum. Sandurinn slóst til og frá í lóðinu og átti að þjálfa handleggina. Þeir sem voru með þetta héldu rosalega kynningu og ég hélt að þetta væri algjör snilld og ég myndi moka þessu út.“ Ripped hvarf í Covid-rykinu Til að gera langa sögu stutta þá hreyfðust handlóðin ekki og það tók Svavar mörg ár að losa þau úr búðinni. Svavar talar einnig um ævintýrið í kringum orkudrykkjaframleiðslu. „Við hönnuðum og framleiddum orkudrykk sem hét Ripped, sem var svipaður og RedBull eða Monster og þetta sló í gegn og seldist svakalega vel á árunum fyrir Covid og við vorum komnir með mjög góða markaðshlutdeild.“ En svo skall alheimsfaraldurinn á og öllum verksmiðjum í Evrópu lokað nánast alveg í 2 ár. „Þegar allt fór í gang aftur eftir Covid var biðröðin orðin svo löng að við vorum settir aftast í röðina. Þegar þú ert að keppa við aðila sem eru kannski að láta framleiða þúsund gáma af drykkjum fyrir milljónamarkaði ert þú ekki efstur á blaði. Eftir alla þessa pásu er erfitt að komast aftur í gott hillupláss í búðunum og koma þessu af stað aftur. En við munum koma með þessa drykki aftur inn á markaðinn.“ Stríðið um koffínið Í þættinum rifjar Svavar upp alls kyns sögur af ferlinum, meðal annars þegar hann lagði í harða báráttu fyrir því að fá koffín leyft í fæðubótarefnum á Íslandi: „Þetta var þannig að Ísland var nánast eina landið í heiminum þar sem koffínið var bannað og fæðubótarefni féllu þá undir lyfjastofnun. Fólk gat farið og keypt eins mikið af kaffi og það vildi, en það mátti ekki kaupa fæðubótarefni með snefil af koffíni.“ Svavar segir að Einar vinur hans í Medico eigi eiginlega heiðurinn af því að þetta var leyft eftir að hafa byrjað stríð við lyfjastofnun. „Og ég fylgdi svo á eftir honum í þessa baráttu. Það mátti heldur ekki selja orkudrykki með koffíni og flestum myndi finnast þetta mjög skrýtið í dag. Það hefur margt liðkast á undanförnum árum, en hér áður fyrr þurfti mjög oft að nota lögfræðinga og vera með vesen til að fá leyfðar vörur sem voru leyfðar nánast í öllum öðrum löndum í heiminum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Svavar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Lyf Heilsa Líkamsræktarstöðvar Podcast með Sölva Tryggva Fæðubótarefni Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Ég byrjaði með þrjú hundruð þúsund kall að kaupa inn prótein fyrir 25 árum. Ég keypti eina tegund af próteini með vanillubragði og flutti það inn og byrjaði að selja sjálfur. Ég tók yfirdrátt í bankanum og var með hjartað í buxunum yfir því að geta ekki borgað til baka. En sem betur fer gekk þetta strax vel og boltinn fór að rúlla nokkuð hratt. Ég er ómenntaður og kláraði ekki menntaskóla og er mjög stoltur af því að hafa ekki fengið neitt upp í hendurnar og hafa þurft að hafa fyrir öllu sem ég hef unnið mér inn.“ Með lager í bílskúr ömmu sinnar Svavar stofnaði Fitness Sport árið 1988 og var fyrstu árin með lagerinn í bílskúrnum hjá ömmu sinni: „Ég var í annarri vinnu þegar ég byrjaði í þessu og borgaði mér engin laun fyrsta árið. Lagði bara á mig mikla vinnu og ákvað að hafa gaman að því. Það hefur legið óhemju vinna á bakvið þetta allt saman, en ég hef aldrei talið það eftir mér, enda hefur þetta alltaf verið áhugamál og mér hefur fundist gaman að vinna í kringum þetta.“ Þegar Svavar var að byrja bjó hann á Akureyri, var í fullri vinnu en keyrði svo frá Akureyri til Reykjavíkur þegar vinnudeginum lauk klukkan 5, með skottið fullt af próteini. „Svo snemma morguninn eftir var ég mættur hjá Bjössa í World Class og Jónínu Ben og fleirum til að fá þau til að kaupa þetta af mér og svo keyrði ég aftur til Akureyrar eftir hádegi. Þetta gerði ég þrisvar í viku í mörg ár samhliða fullri vinnu.“ Hélt hann myndi moka handlóðunum út Svavar segist ekki vera að hreykja sér af þessu en gott sé að hafa hugfast að nánast allir sem stofna fyrirtæki þurfi að vinna fyrir því og það gleymist oft í umræðunni. „Það er auðvelt að horfa á fólk eftir að það fer að ganga vel og halda að allt hafi komið upp í hendurnar á þeim.“ Svavar segist hafa farið í gegnum alls kyns tímabil í rekstrinum í gegnum tíðina, sumt hafi gengið vel, en annað alls ekki, en á endanum sé vegferðin það skemmtilegasta. Að leggja á sig, gera mistök og fá út úr því reynslu og uppskeru: Frumkvöðlar þurfi að leggja mikið á sig og taka alls kyns áhættu. „Það er hluti af jöfnunni. Ég hef farið í gegnum fullt af mistökum og hlutum sem hafa ekki gengið upp, en núna er ég búinn að læra af því og kominn með mikla reynslu einmitt út af mistökunum. Ég man til dæmis þegar ég hélt að það væri algjör snilld að flytja inn handlóð með sandi í, sem var ætlað til að labba með í göngutúrum eða fjallgöngum. Sandurinn slóst til og frá í lóðinu og átti að þjálfa handleggina. Þeir sem voru með þetta héldu rosalega kynningu og ég hélt að þetta væri algjör snilld og ég myndi moka þessu út.“ Ripped hvarf í Covid-rykinu Til að gera langa sögu stutta þá hreyfðust handlóðin ekki og það tók Svavar mörg ár að losa þau úr búðinni. Svavar talar einnig um ævintýrið í kringum orkudrykkjaframleiðslu. „Við hönnuðum og framleiddum orkudrykk sem hét Ripped, sem var svipaður og RedBull eða Monster og þetta sló í gegn og seldist svakalega vel á árunum fyrir Covid og við vorum komnir með mjög góða markaðshlutdeild.“ En svo skall alheimsfaraldurinn á og öllum verksmiðjum í Evrópu lokað nánast alveg í 2 ár. „Þegar allt fór í gang aftur eftir Covid var biðröðin orðin svo löng að við vorum settir aftast í röðina. Þegar þú ert að keppa við aðila sem eru kannski að láta framleiða þúsund gáma af drykkjum fyrir milljónamarkaði ert þú ekki efstur á blaði. Eftir alla þessa pásu er erfitt að komast aftur í gott hillupláss í búðunum og koma þessu af stað aftur. En við munum koma með þessa drykki aftur inn á markaðinn.“ Stríðið um koffínið Í þættinum rifjar Svavar upp alls kyns sögur af ferlinum, meðal annars þegar hann lagði í harða báráttu fyrir því að fá koffín leyft í fæðubótarefnum á Íslandi: „Þetta var þannig að Ísland var nánast eina landið í heiminum þar sem koffínið var bannað og fæðubótarefni féllu þá undir lyfjastofnun. Fólk gat farið og keypt eins mikið af kaffi og það vildi, en það mátti ekki kaupa fæðubótarefni með snefil af koffíni.“ Svavar segir að Einar vinur hans í Medico eigi eiginlega heiðurinn af því að þetta var leyft eftir að hafa byrjað stríð við lyfjastofnun. „Og ég fylgdi svo á eftir honum í þessa baráttu. Það mátti heldur ekki selja orkudrykki með koffíni og flestum myndi finnast þetta mjög skrýtið í dag. Það hefur margt liðkast á undanförnum árum, en hér áður fyrr þurfti mjög oft að nota lögfræðinga og vera með vesen til að fá leyfðar vörur sem voru leyfðar nánast í öllum öðrum löndum í heiminum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Svavar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Lyf Heilsa Líkamsræktarstöðvar Podcast með Sölva Tryggva Fæðubótarefni Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp