Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Linda telur óheilbrigt að pör djammi mikið í sitthvoru lagi. Líklega sé það að reyna að halda öllum hurðum opnum. Getty „Kannski er ég bara svona gömul, en mér finnst þetta neikvætt,“ segir Linda Baldursdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, spurð um hvort það sé gott fyrir pör að djamma mikið hvort í sínu lagi. Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda. Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda.
Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira