Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2025 14:49 Merz tekur hér í höndina á Saskia Esken, einum leiðtoga Sósíaldemókrata. Með þeim á myndinni eru Lars Klingbeil og Markus Soeder. AP/Ebrahim Noroozi Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira