Esjustofa í endurnýjun lífdaga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Bjarnþóra Egilsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjallafélaginu. Vísir/Bjarni Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins „Gjörið þið svo vel. Velkomin í bæinn! Hér er sko allt að gerast. Hér erum við að fara hreiðra um okkur. Við ætlum sem sagt að flytja hérna inn, vonandi fyrir páska. Fer eftir því hvernig gengur að koma þessu í stand,“ sagði Bjarnþóra Egilsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjallafélaginu, þegar hún bauð fréttastofu í heimsókn. KLIPPA Allir velkomnir að setjast inn Stefnt er að því að hafa opið fyrir alla sem leggja leið sína að esjunni og gefa fólki tækifæri á að leggja drög að næsta ævintýri nærri og fjarri Esjurótum, hægt verði að bóka ferðir í gegnum félagið. „Við ætlum að vera með svona aðstöðu fyrir göngufólk og fjallafólk til að setjast. Svona miðstöð, fjallamiðstöð. Þar sem allir eru boðnir velkomnir að setjast hérna inn og skoða bækur. Spá og spekúlera í fjallgjöngu.“ Ekki hafi verið starfsemi í skálanum í sex ár sem var kominn í hálfgerða niðurníðslu. Það sé gefandi verkefni að glæða skálann lífi sem ýmsir beri tilfinningar til. „Það er heilmikil vinna. En við eigum svo mikið af góðu fólki. Haraldur setti út hjálparbeiðni og þá bara fylltist húsið.“ Allir velkomnir og ekki síst „voffarnir“ „Við ætlum að hafa ekkert svo mikið af húsgögnum hérna inni. Við verðum að sjálfsögðu með sófa og stóla þar sem fólk getur sest. Og kaffihorn þar sem fólk getur fengið sér sopa ef það er þyrst. Síðan verðum við með skrifborðin okkar hérna.“ Esjustofa við Esjurætur gengur í endurnýjun lífdaga.Vísir/Bjarni Vonir eru bundnar við að skálinn verði að miðstöð þar sem að fjallasamfélagið geti stækkað og dafnað. „Allir velkomnir hérna inn og ekki síst voffarnir. Esjan hefur náttúrulega upp á allta að bjóða. Og hefur alltaf verið lifandi. Vonandi setur þetta punktinn yfir i-ið. Cherry on the top, er það ekki sagt?“ Esjan Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Gjörið þið svo vel. Velkomin í bæinn! Hér er sko allt að gerast. Hér erum við að fara hreiðra um okkur. Við ætlum sem sagt að flytja hérna inn, vonandi fyrir páska. Fer eftir því hvernig gengur að koma þessu í stand,“ sagði Bjarnþóra Egilsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjallafélaginu, þegar hún bauð fréttastofu í heimsókn. KLIPPA Allir velkomnir að setjast inn Stefnt er að því að hafa opið fyrir alla sem leggja leið sína að esjunni og gefa fólki tækifæri á að leggja drög að næsta ævintýri nærri og fjarri Esjurótum, hægt verði að bóka ferðir í gegnum félagið. „Við ætlum að vera með svona aðstöðu fyrir göngufólk og fjallafólk til að setjast. Svona miðstöð, fjallamiðstöð. Þar sem allir eru boðnir velkomnir að setjast hérna inn og skoða bækur. Spá og spekúlera í fjallgjöngu.“ Ekki hafi verið starfsemi í skálanum í sex ár sem var kominn í hálfgerða niðurníðslu. Það sé gefandi verkefni að glæða skálann lífi sem ýmsir beri tilfinningar til. „Það er heilmikil vinna. En við eigum svo mikið af góðu fólki. Haraldur setti út hjálparbeiðni og þá bara fylltist húsið.“ Allir velkomnir og ekki síst „voffarnir“ „Við ætlum að hafa ekkert svo mikið af húsgögnum hérna inni. Við verðum að sjálfsögðu með sófa og stóla þar sem fólk getur sest. Og kaffihorn þar sem fólk getur fengið sér sopa ef það er þyrst. Síðan verðum við með skrifborðin okkar hérna.“ Esjustofa við Esjurætur gengur í endurnýjun lífdaga.Vísir/Bjarni Vonir eru bundnar við að skálinn verði að miðstöð þar sem að fjallasamfélagið geti stækkað og dafnað. „Allir velkomnir hérna inn og ekki síst voffarnir. Esjan hefur náttúrulega upp á allta að bjóða. Og hefur alltaf verið lifandi. Vonandi setur þetta punktinn yfir i-ið. Cherry on the top, er það ekki sagt?“
Esjan Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira