31 hið minnsta er látinn og tugir særðir en sprengjuflaug lenti í miðborginni þegar margmenni var á götum borgarinnar að fagna pálmasunnudegi.
Myndefni frá Súmi sýnir umfang eyðileggingarinnar sem er talsvert. Brenndir bílar og lík á víð og dreif um torgið þar sem sprengjuflaugin lenti.
„Mér er brugðið og ég er innilega sorgmædd að heyra af enn annarri viðbjóðslegri árás Rússa sem varpa nú sprengjum á saklausa borgara í Súmí sem komu saman til að fagna pálmasunnudegi,“ segir Þorgerður Katrín í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Undir færslunni er myndband af vettvangi árásarinnar.
„Við fordæmum Rússland harðlega. Þessari tilgangslausu grimmd verður að ljúka. Úkraína á skilinn réttlátan og varanlegan frið og óbilandi stuðning okkar,“ segir hún svo.