„Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. apríl 2025 12:51 Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Vísir Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum. Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi. Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi.
Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira