Þetta er meðal þess sem segir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar, en alls voru 67 mál skráð í kerfum lögreglu.
Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út vegna rúðubrots í hverfi 101 í Reykjavík og sömuleiðis þjófnað úr verslun í miðborginni. Segir að lögregla að vitað sé hverjir hafi verið þar að verki og er málið í rannsókn.
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 108 en þar urðu engin meiðsli á fólki en annar ökumaðurinn reyndist þó undir áhrifum áfengis og var því vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Í Garðabæ var tilkynnt um íþróttaslys, en þar var um minniháttar meiðsli að ræða þó að stúlkan hafi verið flutt á bráðamóttöku til ferkari skoðunar.
Í hverfi 111 í Reykjavík var tilkynnt um líkamsárás en meiðsli þess sem fyrir árásinni varð sögð minniháttar og var málið afgreitt á vettvangi.
Í Hafnarfirði var maður í annarlegu ástandi handtekinn fyrir brot á lögreglusamþykkt og hann vistaður í fangaklefa. Í Kópavogi var svo tilkynnt um þjófnað úr verslun.
Einnig voru einhverjir ökumenn stöðvaðir vegna aksturs án ökuréttinda, auk þess að einn ökumaður var stöðvaður í Grafarvogi fyrir að hafa ekið á 89 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 60.