Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 11:55 Bæjarskrifstofur Garðabæjar eru á Garðatorgi. Vísir/Vilhelm Öllum börnum fæddum í júlí 2024 eða fyrr var boðin leikskólavist í leikskólum Garðabæjar. Alls voru 235 börn innrituð og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar þegar innritun í leikskóla Garðabæjar fór fram í upphafi mánaðar. „Við leggjum ríka áherslu á að þjónustan okkar sé sveigjanleg og í takt við þarfir fjölskyldna í bænum,“ er haft eftir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar í fréttatilkynningu um innritunina. Þar segir að hægt hafi verið að verða við fyrsta vali í flestum tilvikum og bjóða systkinum leikskólavist í sama skóla. Úrvinnsla úr boðnum plássum standi enn yfir þar sem nokkrir foreldrar hafi ekki enn staðfest að þeir þiggi leikskólaplássið eða vilji flutning á milli skóla. Þeir séu hvattir til að ganga frá ákvörðun sinni sem allra fyrst. Að meðaltali bætist 20 til 25 börn við á biðlistann í hverjum mánuði og leikskólar Garðabæjar séu nú að mestu fullsettnir, en laus pláss séu enn á ungbarnaleikskólanum Mánahvoli, þar sem 55 börnum verði boðin dvöl til viðbótar. Einnig standi til að nýta rými í Litlakoti við Krakkakot á Álftanesi og fjölga plássum í fimm ára deild Sjálandsskóla í haust. Næsta innritunarlota verði í maí 2025 og þá verði innritað í laus pláss í Mánahvoli og einnig verði staðan skýrari í öðrum leikskólum. Reiknað sé með að börn fædd í ágúst og september 2024 fái boð um dvöl við þá úthlutun. Vert sé að minna á að innritun eigi sér stað allan ársins hring í leikskóla Garðabæjar, eftir því sem pláss losna. Garðabær Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Við leggjum ríka áherslu á að þjónustan okkar sé sveigjanleg og í takt við þarfir fjölskyldna í bænum,“ er haft eftir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar í fréttatilkynningu um innritunina. Þar segir að hægt hafi verið að verða við fyrsta vali í flestum tilvikum og bjóða systkinum leikskólavist í sama skóla. Úrvinnsla úr boðnum plássum standi enn yfir þar sem nokkrir foreldrar hafi ekki enn staðfest að þeir þiggi leikskólaplássið eða vilji flutning á milli skóla. Þeir séu hvattir til að ganga frá ákvörðun sinni sem allra fyrst. Að meðaltali bætist 20 til 25 börn við á biðlistann í hverjum mánuði og leikskólar Garðabæjar séu nú að mestu fullsettnir, en laus pláss séu enn á ungbarnaleikskólanum Mánahvoli, þar sem 55 börnum verði boðin dvöl til viðbótar. Einnig standi til að nýta rými í Litlakoti við Krakkakot á Álftanesi og fjölga plássum í fimm ára deild Sjálandsskóla í haust. Næsta innritunarlota verði í maí 2025 og þá verði innritað í laus pláss í Mánahvoli og einnig verði staðan skýrari í öðrum leikskólum. Reiknað sé með að börn fædd í ágúst og september 2024 fái boð um dvöl við þá úthlutun. Vert sé að minna á að innritun eigi sér stað allan ársins hring í leikskóla Garðabæjar, eftir því sem pláss losna.
Garðabær Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira