Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 11:23 Kópavogur úthlutaði um 540 leikskólaplássum fyrir haustið. Vísir/Anton Brink Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börnin verða því um fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september. Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september.
Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira