Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 14:32 Heiðmörk er afar vinsælt útivsitarsvæði. Vísir/Vilhelm Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira