Könnuðust við gæjann á hjólinu Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu. Lífið 14. ágúst 2023 10:42
Hittust fyrir tilviljun í flugvél Icelandair og eru í dag hjón Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón. Lífið 13. ágúst 2023 20:00
„Þetta mun ekki jafna sig á meðan við lifum“ Ljót ummerki utanvegaaksturs eru við gervigígana á Mýrdalssandi. Leiðsögumanni krossbrá þegar hann sá förin sem munu liggja við náttúruperluna líklega næstu hundrað árin. Innlent 11. ágúst 2023 17:45
Ferðaþjónustan: Er til burðarþol? Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Skoðun 11. ágúst 2023 16:30
Annar stærsti júlí frá upphafi mælinga Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna. Viðskipti innlent 10. ágúst 2023 16:14
Rúta brann í Kömbunum Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið. Innlent 9. ágúst 2023 21:46
Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. Viðskipti innlent 8. ágúst 2023 13:12
Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. Innlent 6. ágúst 2023 16:24
Stöðvuðu erlendan bílstjóra hópbifreiðar á nöglum og án réttinda Lögregla hafi afskipti af bílstjóra hópbifreiðar í nótt sem reyndist hvorki vera með atvinnuréttindi hér á landi né ökuréttindi til að aka hópbifreið. Þrír farþegar voru um borð en bílstjórinn er kínverskur ríkisborgari með dvalarleyfi í Svíþjóð. Innlent 6. ágúst 2023 13:19
Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6. ágúst 2023 07:48
Af hverju er þörf á uppbyggingu í Landmannalaugum? Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Skoðun 4. ágúst 2023 18:30
Leggst gegn áformum um þyrluflug á Hólmsheiði Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varar við hugmyndum um að þyrluflug verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli á Hólmsheiði. Þær leysi engan vanda heldur flytji hann einungis til innan svæðisins. Innlent 4. ágúst 2023 11:44
Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. Innlent 4. ágúst 2023 06:46
Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Ferðaskrifstofuleyfi TT ferða, sem lengst af hét Tripical Travel, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu. Forsvarsmenn félagsins, sem reka einnig Tripical Ísland, segja það ekki hafa verið virkt undanfarið ár og því hafi þau ákveðið að viðhalda leyfinu ekki virku. Viðskipti innlent 4. ágúst 2023 06:30
Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skilur óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum. Prófessor í íslenskri málfræði segir Íslendinga verða að sýna þolinmæði og fjölga tækifærum til íslenskukennslu. Innlent 2. ágúst 2023 21:00
Umhverfisstofnun segir uppbygginguna „löngu tímabæra“ Umhverfisstofnun setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu í Landmannalaugum. Sviðstjóri náttúruverndar segir núverandi ástand á svæðinu óboðlegt. Innlent 2. ágúst 2023 13:58
Áform um „massatúrisma“ sem enginn vilji Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Formaður umhverfissamtaka segir að með uppbyggingunni eigi að færa svæðið nær því sem hann kallar massatúrisma. Skipulagsstofnun vill að varlega verði stigið til jarðar. Innlent 1. ágúst 2023 16:41
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Innlent 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Innlent 1. ágúst 2023 06:46
Youtube-stjarna eldaði örbylgjurétt á glóandi hrauninu Breska YouTube-stjarnan Max Fosh kom til landsins á dögunum í þeim tilgangi að sjá eldgosið við Litla-Hrút. Á meðan flestir hefðu látið sjónarspilið við hraunið nægja sér gerði Fosh sér lítið fyrir og eldaði sér örbylgjurétt á hrauninu. Lífið 31. júlí 2023 14:17
Met slegið sjötta mánuðinn í röð Metfjöldi gistinótta var skráður í júní og nemur fjölgunin um 17 prósentum frá fyrra metárinu 2022. Met hafa verið slegin í öllum mánuðum það sem af er þessu ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 31. júlí 2023 10:45
Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. Innlent 31. júlí 2023 07:54
Ástarvettlingar og bjórvettlingar á Laugarbakka Ástarvettlingar og bjórvettlingar hafa rokið út í sumar hjá handverkshúsinu Löngufit á Laugarbakka í Miðfirði þar sem kennir ýmissa grasa. Á staðnum er líka kaffihús og vinsælt tjaldsvæði. Innlent 30. júlí 2023 20:30
„Til skammar að þetta mæti fólki þegar það kemur út úr flugstöðinni“ Rútubílstjórar segja umhirðu við Leifsstöð ekki nógu góða. Það sé of sjaldan þrifið og það vanti aukið aðgengi að ruslatunnum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að þrif á vellinum miðist við fjölda farþega hverju sinni en fyrirtækið taki öllum ábendingum alvarlega. Innlent 30. júlí 2023 15:05
Loftslagsbreytingar og hafið, borgaraleg gildi og ferðamannastaðir í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 30. júlí 2023 09:46
Þekkir Hnjúkinn og íshellana betur en aðrir: „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð“ Einar Rúnar Sigurðsson á bænum Hofsnesi í Öræfum hefur farið í vel á fjórða hundrað ferðir upp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur einnig fundið flesta íshellana í Vatnajökli sem eru síbreytileg undraveröld. Einar segir ferðamennskuna hafa bjargað fjölskyldu sinni og sveitinni þarna um kring. Ferðalög 30. júlí 2023 08:01
Rauðir hattar vekja athygli í Jólagarðinum í Eyjafirði Þeir eru flottir strákarnir og stelpurnar, sem vinna við afgreiðslustörf í Jólagarðinum í Eyjafirði með sína rauðu hatta og svuntur og slá alltaf í gegn hjá gestum garðsins með brosi og góðri þjónustu í Epla kofanum. Innlent 29. júlí 2023 20:31
Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. Lífið 29. júlí 2023 09:01
„Leiðin var styttri en við héldum“ Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. Innlent 28. júlí 2023 11:02
Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu. Innlent 27. júlí 2023 23:10