Mickelson í forystu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu á Masters mótinu í golfi þegar einn hringur er eftir sem spilaður verður á morgun. Michelson er á fjórum höggum undir pari, en hann átti erfitt uppdráttar á síðasta hring eins og fleiri. Chad Campbell og Fred Couples eru jafnir í öðru sæti á mótinu á þremur höggum undir pari. Sport 9. apríl 2006 18:08
Keppni frestað vegna veðurs Keppni á Masters-mótinu í golfi hefur nú verið frestað um ófyrirséðan tíma vegna hættu á þrumuveðri. Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur þriggja högga forystu á næsta mann og er á sex höggum undir pari þegar keppni var hætt. Sport 8. apríl 2006 17:29
Singh í forystu Fiji-búinn Vijay Singh hefur forystu á Masters-mótinu í golfi þegar fyrstu umferðinni er að verða lokið. Singh er á fimm höggum undir pari eða 67 höggum, en Bandaríkjamaðurinn Rocco Mediate kemur þar skammt á eftir á 68 höggum. Tiger Woods hefur verið nokkuð óstöðugur á fyrsta hringnum og er að leika á 72 höggum. Sýnt verður beint frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Sport 6. apríl 2006 20:24
Óvæntur sigur Stephen Ames Kanadamaðurinn Stephen Ames sigraði örugglega á Players meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld á TPC Sawgrass vellinum en mótið var í beinni útsendingu á Sýn. Ames lék hringina fjóra á fjórtán höggum undir pari og lokahringinn lék hann á 5 höggum undir pari, 67 höggum samtals. Sport 26. mars 2006 23:44
Gæti misst af Masters-mótinu Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, gæti misst af Masters-mótinu í golfi í næsta mánuði vegna veikinda föður hans sem berst við krabbamein. Woods var ekki með á æfingum fyrir Players-mótinu sem nú stendur yfir til að vera með föður sínum og útilokar ekki að draga sig í hlé á næstunni til að vera með veikum föður sínum. Sport 24. mars 2006 20:15
Furyk og Love III í forystu Amerísku kylfingarnir Jim Furyk og Davis Love III eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn í Players-meistaramótinu í golfi sem nú er hafið í Flórída í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á 7 höggum undir pari. Tiger Woods er ekki að ná sér á strik og er á tveimur höggum yfir pari. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina. Sport 23. mars 2006 20:46
Tiger Woods æfði ekki í dag Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var ekki viðstaddur æfingar eða blaðamannafundi fyrir Players-mótið í golfi sem fram fer í Flórida í Bandaríkjunum um helgina og hafa margir leitt líkum að því að kappinn verði ekki með á mótinu. Umboðsmaður hans þrætir þó fyrir þær fréttir og segir Woods hafa dregið sig í hlé í dag af persónulegum ástæðum. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22. mars 2006 19:37
Ástrali kominn með 4 högga forystu Ástralinn Rod Pampling er með fjögurra högga forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandaríksku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Frábærar aðstæður voru á Bay Hill vellinum í gær en mótið er eitt það sterkasta á bandarísku mótaröðinni. Sport 19. mars 2006 13:45
Glover efstur, 7 höggum á undan Tiger Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover er með eins höggs forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir tvo keppnisdaga. Bay Hill mótið er eitt það sterkasta í bandarísku mótaröðinni. Völlurinn er mjög erfiður og níu vatnstorfærur eru á holunum átján. Sport 18. mars 2006 15:53
Woods finnur sig vel á heimavellinum Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á hinu árlega Bay Hill Invitational móti í golfi sem fram fer um helgina. Woods hefur þegar unnið sigur á þremur mótum það sem af er þessu ári og hefur alls fjórum sinnum unnið sigur á Bay Hill mótinu. Það er líka skiljanlegt að Woods finni sig vel á vellinum, því hann býr aðeins í tíu mínútna fjarlægð frá mótsstaðnum. Sport 15. mars 2006 19:45
Luke Donald á topp tíu Breski kylfingurinn Luke Donald komst í dag í fyrsta skipti inn lista tíu efstu kylfinga heims í golfi eftir að hann sigraði á Honda-Classic mótinu í Flórida um helgina. "Það er frábært að vera kominn inn á topp tíu, en ég set stefnuna hærra og nú er bara að fara að vinna stórmót," sagði kappinn. Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans. Sport 13. mars 2006 17:30
Woods varði titil sinn Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, vann nauman sigur á Ford-meistaramótinu í Flórída í nótt og varð með því aðeins annar kylfingurinn í sögu mótsins til að vinna það tvö ár í röð. Woods lauk keppni á 20 undir pari og slapp með skrekkinn á síðustu holunum eftir að hafa klúðrað öruggri forystu. Sport 6. mars 2006 16:35
Tiger með 2 högga forystu fyrir lokahringinn Tiger Woods hefur tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Ford mótinu í golfi á Doral-vellinum á Miami í Flórída. Sýnt verður beint frá keppninni á Sýn í kvöld. Fjórir kylfingar voru jafnir fyrir keppni gærdagsins, Tiger Woods, Phil Mickelson, Scott Verplank og Camilo Villegas. Tiger Woods lék best þeirra í gær, lék á 4 undir pari og er samtals á 17 undir pari. Sport 5. mars 2006 14:34
Fjórir kylfingar efstir og jafnir fyrir lokadaginn Þegar keppni á Fordmótinu í golfi í Miami í Flórída er hálfnuð eru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sætinu. Tiger Woods hafði forystu eftir fyrsta daginn, lék Doral-völlinn á 64 höggum eða 8 undir pari. Tiger lék í gær á 67 höggum og er samtals á 13 undir pari. Phil Mickelson var höggi á eftir þegar kylfingarnir hófu leik í gær. Mickelson lék betur en Tiger í gær, lék á 6 undir pari og er samtals á 13 undir pari. Sport 4. mars 2006 13:55
Heiðar úr leik á Spáni Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason komst ekki áfram á Opna spænska áhugamannameistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir. Heiðar lék annan hringinn í dag á 74 höggum, en þann fyrri á 79 höggum í gær og lauk því keppni á 9 yfir pari. Heiðar bar sigur úr býtum á þessu móti fyrir tveimur árum, en var ekki jafn heppinn að þessu sinni. Sport 2. mars 2006 19:42
Woods í stuði Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var heldur betur í stuði í gær á meistaramótinu í holukeppni sem fram fer í San Diego í Kaliforníu. Woods burstaði Stephen Ames með sögulegum mun þegar hann vann fyrstu níu holurnar og tryggði sér að lokum sigur eftir að jafnt varð á þeirri tíundu. Sport 23. febrúar 2006 15:15
Sörenstam efst á styrkleikalistanum Í dag var í fyrsta sinn birtur alþjóðlegur styrkleikalisti kvenna í golfi og ekki kom á óvart að það var sænski kylfingurinn Annika Sörenstam sem var langefst á fyrsta listanum. Paula Creamer er í öðru sæti listans og undrabarnið Michelle Wie situr í þriðja sætinu. Sport 21. febrúar 2006 17:51
Rose og Wilson í forystu Breski kylfingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Dean Wilson eru efstir og jafnir á sjö höggum undir pari eftir fyrsta hringinn á Nissan Open mótinu í golfi sem fer fram á Riviera Country Club vellinum í Kaliforníu. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina. Sport 17. febrúar 2006 15:00
Ragnhildur íþróttamaður Reykjavíkur Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK var í dag kjörin íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2005 og tók við viðurkenningu frá borgarstjóra við hátíðlega athöfn. Ragnhildur skaraði framúr í golfinu á síðasta ári og vann alla titla sem í boði voru hérlendis. Þetta var í 27. sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Sport 10. febrúar 2006 18:31
23 ára nýliði með forystu 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, hefur forystu á PGA mótinu í golfi í Scottsdale í Arizona. 168 þúsund áhorfendur mættu á TPC-völlinn til þess að fylgjast með keppninni í gær og hafa aldrei verið fleiri á þessu móti. Sport 5. febrúar 2006 16:30
Lítt þekktur kylfingur fer á kostum Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. Sport 4. febrúar 2006 15:51
Hansen í forystu í Dubai Danski kylfingurinn Anders Hansen er kominn með tveggja högga forystu eftir aðra umferð á Dubai Classic mótinu í golfi í dag. Hansen lék hringinn á 63 höggum og er nú á 13 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fjórum öðrum í öðru sætinu á 11 undir pari, en hann sló tvisvar í vatn á hringnum, en náði engu að síður fjórum fuglum og einum erni. Sport 3. febrúar 2006 13:47
Fjórði sigur Woods á Buick-mótinu Tiger Woods hristi af sér slenið í byrjun og vann sinn fjórða sigur á ferlinum á Buick Invitational mótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gærkvöldi. Woods vann nauman sigur á annari holu í bráðabana eftir spennandi einvígi við Jose Maria Olazabal, eftir að þeir höfðu lokið keppni á 10 undir pari eins og nýliðinn Nathan Green. Sport 30. janúar 2006 14:30
Woods náði sér ekki á strik Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring á Buick Invitational mótinu í Kaliforníu í kvöld. Woods á titil að verja á mótinu, sem er nokkuð sterkt, en hann lék fyrsta hringinn á 71 höggi. Þrír kylfingar deila með sér toppsætinu á mótinu og eru á 66 höggum. Sport 26. janúar 2006 22:11
DiMarco hirti hæsta verðlaunaféð Hinn bandaríski Chris DiMarco hreppti í dag hæsta verðlaunaféð á opna evrópska meistaramótinu í golfi þegar hann fór með sigur af hólmi í Abu Dhabi í dag. DiMarco lauk keppni á samtals 20 höggum undir pari en annar varð Svíinn Henrik Stenson á 19 höggum undir pari. Sport 22. janúar 2006 17:33
Kvikmyndastjarna etur kappi við atvinnumenn Chad Campell heldur fjögurra högga forustu sinni á Bob Hope mótinu í golfi. Bob Hope mótið er spilað á fimm dögum á fjórum mismunandi völlum. Áhugamenn fá þarna tækifæri til að spila við atvinnumenn og er einn af þessum áhugamönnum, kvikmyndaleikarinn Matthew McConaughey sem átti eitt af bestu höggum gærdagsins. Sport 21. janúar 2006 13:30
Sigraði á opna Sony-mótinu David Toms sigraði örugglega á Opna Sony-mótinu á Sunnudag sem haldið var á Hawaí. Var hann vel a sigrinum kominn þar sem hann fór síðasta hringinn á einungis 59 höggum. Sport 16. janúar 2006 10:00
Kemst líklega ekki í gegnum niðurskurðinn Möguleikar Michelle Wie á að verða fyrsta konan í 61 ár til að komast í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröð karla eru nánast engir eftir að hún lék fyrsta hringinn á Sony-mótinu á níu höggum yfir pari. Sport 13. janúar 2006 09:56
Heiðar Davíð og Ólöf María kylfingar ársins Golfsamband Íslands útnefndi í dag Heiðar Davíð Bragason og Ólöfu Maríu Jónsdóttur kylfinga ársins 2005. Davíð varð Íslands- og stigameistari á árinu, en Ólöf varð sem kunnugt er fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þáttöku á evrópsku mótaröðinni á árinu og spilaði á 12 slíkum á síðasta ári. Sport 4. janúar 2006 20:30
Efast um að Woods toppi Nicklaus Golfsérfræðingurinn Peter Alliss hjá BBC segist efast um að Tiger Woods nái að slá met Jack Nicklaus yfir flesta sigra á stórmótum á ferlinum. Woods, sem er þrítugur, hefur sigrað á 10 stórmótum til þessa en Nicklaus vann 18 slík á sínum ferli, þar af 11 fyrir þrítugt. Sport 30. desember 2005 11:30