Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Komin í sögubækurnar

Sænski kylfingurinn Annika Sörenstam varð í dag fyrsta konan til að hljóta hina virtu nafnbót kylfingur ársins hjá íþróttafréttamönnum tvisvar á ferlinum, en það hefur ekki gerst áður í 55 ára sögu verðlauna þessara. Sörenstam vann verðlaunin síðast fyrir tveimur árum, en hún hlaut þau í ár eftir harða samkeppni við Colin Montgomerie og Michael Campbell.

Sport
Fréttamynd

Frábær endurkoma Els

Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els vann sigur á Dunhill meistaramótinu í golfi í Evrópumótaröðinni í Suður Afríku í dag með þriggja högga forystu. Els átti frábæran lokadag í dag og lék á 68 höggum. Hann fékk 5 fugla og einn skolla og lauk keppni á samtals 274 höggum eða samtals 14 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Útlitið dökkt hjá Ólöfu Maríu

Ólöf María Jónsdóttir lék á þremur höggum yfir pari á þriðja keppnisdegi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina og er því að samtals 13 höggum yfir pari. Möguleikar Ólafar á því að komast áfram eru því heldur litlir eins og staðan er í dag.

Sport
Fréttamynd

Lokadeginum aflýst og Wales sigraði

Kylfingarnir Stephen Dodd og Bradley Dredge frá Wales höfðu sigur á heimsbikarmótinu í golfi sem var blásið af í dag vegna veðurs. Þetta var í annað skipti sem Wales vinnur sigur á mótinu, en síðast gerðist það fyrir um 20 árum síðan. Englendingarnir Luke Donald og David Howell urðu í öðru sæti á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf lék betur í dag

Ólöf María Jónsdóttir lék annan hringinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því alls á tíu höggum yfir pari. Ólöf lék hringinn í dag á 76 höggum og er í 62.-67. sæti, en 50 bestu kylfingarnir vinna sér inn þáttökurétt á mótaröðinni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Woods sigraði í bráðabana

Tiger Woods vann sjöunda golfmót sitt á árinu í nótt þegar hann tryggði sér sigur í bráðabana á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fór í Japan. Woods og heimamaðurinn Kaname Yokoo voru efstir og jafnir á 8 höggum undir pari eftir lokahringinn, en Woods tryggði sér sigurinn með öruggu golfi í bráðabananum eftir að hafa verið klaufi á síðustu holunum á lokahringnum.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á sjö yfir á fyrsta hring

Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lék fyrsta hringinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á sjö höggum yfir pari í dag, eða 80 höggum. Mótið fer fram á La Cala vellinum á Spáni. Ólöf er því nokkuð frá efstu mönnum á mótinu, en leiknir verða fjórir hringir.

Sport
Fréttamynd

Woods tók forystuna í Japan

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tók forystu eftir þriðja hringinn á Dunlop Phoenix mótinu í Japan í nótt. Woods lék þriðja hringinn á 68 höggum, eða tveimur undir pari og hefur nú eins höggs forystu á Jim Furyk sem er í öðru sætinu. Þar á eftir koma svo þeir David Duval og heimamaðurinn Kaname Yokoo á sjö undir pari.

Sport
Fréttamynd

Furyk tók forystu í Japan í nótt

Jim Furyk var heldur betur í stuði á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir og er kominn í efsta sætið á mótinu. Furyk er sem stendur á níu höggum undir pari eftir að hafa fengið sjö fugla á öðrum hringnum í nótt og kláraði á sex undir pari. Hann er því einu höggi á undan þeim Tiger Woods og David Duval, sem eru samhliða í öðru sætinu.

Sport
Fréttamynd

David Duval í forystu í Japan

Kylfingurinn David Duval er mjög óvænt í forystu á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir. Duval lék fyrsta hringinn í gær á 64 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forystu á Tiger Woods, sem hefur titil að verja á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur 3 höggum frá því að komast áfram

Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 98.-106. sæti og er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk á San Roque vellinum á Spáni nú undir kvöldið. Birgir lauk keppni um hádegisbil á samtals 12 yfir pari en aðeins munaði þó þremur höggum frá því að hann kæmist áfram.

Sport
Fréttamynd

Lék á þremur yfir pari í dag

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 84.-97. sæti á mótinu sem fer fram á Spáni, en aðeins þrjátíu fyrstu kylfingarnir komast á Evrópumótaröðina á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Lék á tveimur yfir pari í dag

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta keppnisdegi sínum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag á tveimur höggum yfir pari, eða 74 höggum. Skor er almennt frekar hátt á mótinu og innan við þriðjungur kylfinganna á mótinu á San Rouque vellinum eru á pari eða þar undir.

Sport
Fréttamynd

Komst með baráttu í gegnum úrtökumót á spáni

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á úrtökumótið

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér í dag keppnisrétt á síðasta úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi, en það fer fram á Spáni í næstu viku. Birgir lauk keppni á úrtökumótinu í Katalóníu í dag á pari og keppir ásamt átta öðrum kylfingum um fjögur síðustu sætin á lokamótinu.

Sport
Fréttamynd

McGinley fagnaði sigri

Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie varð efstur á peningalistanum í evrópsku mótaröðinni í golfi sem lauk með Volvo Masters mótinu á Spáni í dag. Írinn Paul McGinley fagnaði besta árangri sínum á 14 ára ferli á evrópsku mótaröðinni og fór með sigur á mótinu en hann lauk keppni á 10 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Montgomerie og Garcia efstir

Skotinn Colin Montgomerie og Spánverjinn Sergio Garcia eru efstir og jafnir að loknum 54 holum á lokamóti Evrópsku mótaraðarinnar í golfi. Colin Montgomerie lék á 70 höggum í gær og er samtals á tíu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Woods í vandræðum á heimavelli

Tiger Woods náði sér ekki á strik á Funai mótinu í Orlando í dag og komst ekki í gegn um niðurskurðinn frekar en Vijay Singh og því þurftu þeir félagar að sætta sig við það að falla úr keppni á mótinu. Þetta var aðeins í fjórða sinn á ferlinum sem Woods kemst ekki í gegn um niðurskurð.

Sport
Fréttamynd

Faldo hannar golfvöll á Íslandi

Golfleikarinn frægi Nick Faldo er staddur hér á landi um þessar mundir í þeim tilgangi að hanna golfvöll í grennd við Þorlákshöfn. Sérstakt hlutafélag hefur verið stofnað um uppbyggingu vallarins, sem talið er að muni kosta um 800 milljónir króna. Stefnt er að því að völlurinn verði keppnishæfur fyrir alþjóðleg mót.

Sport
Fréttamynd

Golfið á Sýn í kvöld

Nú stendur keppni á World Golf Championship í San Francisco sem hæst og áskrifendur Sýnar geta barið marga af bestu kylfingum heims augum þegar útsending frá mótinu hefst klukkan 18:20 í dag. John Daly tók forystu á mótinu í gær þegar hann lék þriðja hring sinn í röð á 67 höggum og var á níu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Kemst ekki inn á lokamótið

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, tekur ekki þátt í lokamótinu á Áskorendamótaröðinni í golfi sem hefst á Tenerife á Kanaríeyjum á morgun.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur með milljón á árinu

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur unnið sér inn rétt um eina milljón íslenskra króna á Áskorendamótaröðinni á þessu ári og er í 83. sæti fyrir lokamótið sem fram fer um helgina á Tenerife.

Sport
Fréttamynd

OgVodafone styrkir Ólöfu Maríu

Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir hefur gert tveggja ára styrktarsamning við Og Vodafone, sem felst í því að fyrirtækið mun styðja við bakið á henni í keppnum á evrópsku mótaröðinn í golfi, en Ólöf varð í ár fyrsta íslenska konan til að tryggja sér þáttöku á mótaröðinni.

Sport
Fréttamynd

Montgomerie sigraði á Dunhill

Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie sigraði á Dunhill-mótinu í golfi í gær. Þetta var fyrsti sigur Montgomeries í 19 mánuði. Barátta hans við Kenneth Ferrie um sigurinn var ótrúlega spennandi.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigurinn í þrjú ár

Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi vann fyrsta sigur sinn í þrjú ár í bandarísku mótaröðinni í golfi í gærkvöldi þegar hann hrósaði sigri á Greensboro-mótinu í Norður-Karólínu. Choi lék samtals á 266 höggum, 22 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á tveimur undir pari

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er núna að hefja leik á öðrum degi á opna Toulouse-mótinu í golfi. Birgir Leifur lék á tveimur undir parinu í gær og var í 17.-34. sæti. Englendingurinn Denny Lucas hafði forystu eftir keppni gærdagsins, lék á 7 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Jafnaði vallarmetið á Forest Oaks

Bandaríski kylfingurinn Charles Warren jafnaði vallarmetið á Forest Oaks vellinum í Greensboro í Norður-Karólínu þegar hann lék á 62 höggum eða 10 undir pari á fyrsta degi á Chrysler-mótinu. Hinn þrítugi Warren hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á 13 af síðustu 15 mótum sínum.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan keppnisdaginn á Áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi á pari og er því samtals á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 44.-53. sæti á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Birgir fer vel af stað í Toulouse

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson fer vel af stað á Opna Toulouse mótinu í Golfi sem fram fer í Frakklandi. Birgir var á fjórum höggum undir pari þegar hann hafði lokið við fimm holur og var í öðru sæti, en mótið er liður í áskorendamótaröð Evrópu. Keppni á mótinu heldur áfram í dag.

Sport
Fréttamynd

Ballesteros snýr aftur

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur tilkynnt að hann ætli sér að snúa aftur í atvinnumennsku fljótlega, en hann hefur ekki spilað sem atvinnumaður í næstum tvö ár.

Sport