Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Valur vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Vodafonehöllinni 29-27 eftir að hafa verið yfir 15-14 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dómararnir gerðu rétt í að reka Ramune útaf

    Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur burstuðu Gróttu

    Valsstúlkur áttu ekki í erfiðleikum með lið Gróttu í N1-deild kvenna. Valur vann sigur 39-13 eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar upp fyrir Stjörnuna

    Lið Hauka komst í dag á toppinn í N1 deild kvenna í handbolta með 30-27 sigri á Stjörnunni í uppgjöri toppliðanna í Mýrinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stórsigur Vals á HK

    Þriðja og síðasta leik dagsins í N1-deild kvenna lauk með þrettán marka stórsigri Vals á HK eftir að munurinn var ekki nema þrjú mörk í hálfleik, 17-14, Val í vil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hanna með stórleik í sigri Hauka

    Kvennalið Hauka komst í kvöld á toppinn í N1 deildinni í handbolta með öruggum 34-25 sigri á Gróttu í Hafnarfirði. Hanna G. Stefánsdóttir fór hamförum í liði Hauka og skoraði 13 mörk, en Elsa Óðinsdóttir skoraði 11 mörk fyrir gestina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur á toppinn

    Stjarnan komst í kvöld í efsta sæti N1-deildar kvenna í handbolta þegar liðið vann útisigur á Val 23-17. Stjarnan er með 26 stig eftir 14 leiki og er stigi á undan Haukastúlkum sem eru í öðru sæti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar og Stjarnan mætast í undanúrslitum

    Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í Eimskipabikar kvenna í handbolta. KA/Þór tekur á móti FH og í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Haukar og Stjarnan. Leikirnir fara fram dagana 14. og 15. næsta mánaðar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram nældi í stig gegn toppliði Hauka

    Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem hæst bar jafntefli Fram og toppliðs Hauka í Safamýrinni. Haukar hafa nú eins stigs forystu á Stjörnuna sem vann sigur á FH í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur burstaði Gróttu

    Einn leikur var í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Valur vann stórsigur á Gróttu 39-20 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 20-8. Dagný Skúladóttir gerði 9 mörk fyrir Val og Hrafnhildur Skúladóttir 8, en Ragnar Sigurðardóttir skoraði 5 mörk fyrir Gróttu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur Stjörnustúlkna

    Stjarnan vann öruggan útisigur á Fram í frestuðum leik í N1-deild kvenna sem fram fór í kvöld. Úrslitin urðu 23-33 en Garðabæjarliðið hafði leikinn í sínum höndum frá upphafi til enda.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram lagði FH

    Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Fram lagði FH 28-24 í Hafnarfirði þar sem Hildur Knútsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Fram og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukasigur gegn Val

    Haukar vann sigur á Val í eina leik kvöldsins í N1-deild kvenna, 29-26. Staðan í hálfleik var 15-14, Val í vil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar í úrslit

    Kvennalið Hauka hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik deildabikars kvenna í handbolta eftir 32-30 sigur á Fram í undanúrslitum. Hanna Stefánsdóttir og Ramune Pekarskyte skoruðu tíu mörk hvor fyrir Hauka en Stella Sigurðardóttir 14 fyrir Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir ráðinn til Fylkis

    Reynir Þór Reynisson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis í N1-deild kvenna. Vefsíðan handbolti.is greinir frá þessu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar bættu í forskotið

    Þrír síðustu leikirnir fyrir jólafrí fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur náðu sex stiga forystu á toppnum með því að leggja botnlið Fylkis á útivelli 39-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukastúlkur unnu HK

    Þrír leikir voru í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld. Topplið Hauka vann heimasigur á HK í miklum markaleik, 40-35. Haukastúlkur hafa nú fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem reyndar á tvo leiki til góða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ómar Örn stýrir Fylki til áramóta

    Ómar Örn Jónsson mun stýra kvennaliði Fylkis í handbolta fram að áramótum en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Eyjólfsson lét af störfum í dag en hann er að fara að taka við karlaliði Kassel í Þýskalandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sjöundi sigur Stjörnunnar

    Stjarnan er enn með fullt hús stiga á toppi N1-deildar kvenna eftir sigur á Fylki á útivelli í kvöld, 24-17. Þá unnu Haukar sigur á FH í Kaplakrika, 29-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði HK

    Einum leik er lokið í N1-deild kvenna í dag. Valur vann fjögurra marka sigur á HK, 32-28, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 14-14.

    Handbolti