Lygar og helvítis lygar Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem kom út á vísi núna nýlega um forsetatilskipanir Trump, eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur. Skemmst er frá að segja að þessi grein, og þessi hugsunarháttur, eru hluti af bakslaginu gegn réttindum hinseginfólks. Skoðun 2.2.2025 08:30
Óður til opinberra starfsmanna Við mæðgur sitjum lúnar á biðstofunni. Það varð trampólínslys og fóturinn er mögulega brotinn. Svo taka á móti okkur röntgentæknir, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og læknir sem leysa verkefnið af alúð. Skoðun 2.2.2025 08:01
Janúarblús vinstristjórnarinnar Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Skoðun 31.1.2025 08:00
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Skoðun 26.1.2025 20:05
Við þurfum þjóðarstefnu Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól. Skoðun 22. janúar 2025 14:01
Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Skoðun 22. janúar 2025 07:03
Húsnæði er forsenda bata Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Skoðun 21. janúar 2025 16:30
Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið. Skoðun 20. janúar 2025 22:01
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Skoðun 18. janúar 2025 07:04
Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Skoðun 14. janúar 2025 22:02
Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Skoðun 13. janúar 2025 08:01
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir. Skoðun 10. janúar 2025 12:02
Evrópusambandið eða nasismi Stefnt er að því af hálfu sitjandi ríkisstjórnar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og vinnan er hafin. Þegar svona mikið stendur til duga engin vettlingatök í áróðursstarfseminni. Skoðun 9. janúar 2025 10:05
Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni. Skoðun 3. janúar 2025 13:00
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Píratar standa fyrir og stunda heiðarleg stjórnmál. Heiðarleg stjórnmál voru í reynd okkar einkunnarorð í síðustu kosningabaráttu til sveitastjórna árið 2022. Það gengur út á hvaða aðferðafræði við viljum beita í pólitík. Skoðun 1. janúar 2025 08:32
Sterk sveitarfélög skipta máli Nú er árið 2024 að klárast og það er óhætt að segja að það hafi ekki verið nein lognmolla á árinu, frekar en fyrri ár. Sveitarfélög um allt land hafa glímt við fjölmargar og ólíkar áskoranir, og alls staðar er metnaður og kraftur í fyrirrúmi við að leysa verkefnin fljótt og vel. Skoðun 31. desember 2024 07:00
Það þarf að kyngja klúðrinu Við höfum öll getað sett okkur í spor íbúa í Breiðholtinu sem hafa fengið risavaxna geymslu, gluggalausa og flata, sem eina útsýni sitt. Tillitsleysið í þeirra garð þegar ákveðið var að reisa fimm hæða gímald var algert og óskiljanlegt. Skoðun 14. desember 2024 15:30
Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Skoðun 13. desember 2024 23:32
Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Skoðun 9. desember 2024 16:31
Köld eru kvennaráð – eða hvað? Orðatiltækið „Köld eru kvenna ráð“ kemur úr Njálu og þar er átt er við að ráðleggingum kvenna sé ekki alltaf treystandi. Þessi fornu orð hafa lengi fylgt umræðum um ráðvendni og hlutverk kvenna en nútímarannsóknir sýna að þátttaka þeirra í ákvörðunum styrkir oft útkomur með breiðari sýn, aukinni samvinnu og sjálfbærri nálgun. Skoðun 8. desember 2024 09:03
Við þökkum traustið Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu. Skoðun 5. desember 2024 11:32
Burðarásar samfélagsins Það er vel við hæfi að dagur sjálfboðaliðans sé haldinn hátíðlegur stuttu eftir nýafstaðnar kosningar. Þessi dagur minnir okkur á þá ómetanlegu vinnu sem sjálfboðaliðar inna af hendi við að halda uppi flokksstarfi og kosningabaráttu. Skoðun 5. desember 2024 07:31
Það er komið að þér Flokkur fólksins berst fyrir því að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, og að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna. Það segir okkur nokkuð um samfélag okkar og kerfi þegar í einu ríkasta samfélagi heims að stofna þurfi nýja stjórnmálaflokk til að berjast gegn fátækt, Flokk fólksins. Skoðun 30. nóvember 2024 08:33
Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Skoðun 30. nóvember 2024 07:20
Við þurfum Grím á þing Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Skoðun 30. nóvember 2024 06:30
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun