Gerum betur fyrir Hafnfirðinga Þegar ég byrjaði með karlinum mínum fyrir um þrjú hundruð árum síðan eða svo fannst fólkinu mínu óravegur til Hafnarfjarðar. Reykjanesbrautin var ekki komin og heimsókn úr Breiðholtinu þýddi að fjölskyldan mín og vinir brettu upp ermar, fóru í ferðafötin og smurðu jafnvel nesti. Skoðun 13. maí 2022 11:00
Húsnæðisvandi ungs fólks Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Skoðun 13. maí 2022 10:41
Breiðholt, besta hverfið Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Skoðun 13. maí 2022 08:01
Tvennt í boði í borginni Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Skoðun 13. maí 2022 07:45
Meirihlutinn sem gleymdi að byggja Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Skoðun 12. maí 2022 18:16
Valið er skýrt í Reykjavík Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Skoðun 12. maí 2022 14:31
Stóraukin þjónusta fyrir heimilislaust fólk Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Skoðun 12. maí 2022 14:15
Framsókn í leikskólamálum Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Skoðun 12. maí 2022 13:46
Verum saman í sókn jafnaðarmanna! Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Skoðun 12. maí 2022 12:00
Farsæl börn á höfuðborgarsvæðinu Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Skoðun 12. maí 2022 08:31
Hittumst á Skólavörðutúni Á dögum sem þessum iðar Klambratúnið af lífi. Fólk leggst á grasið með drykki og mat. Börn príla í leiktækjum. Hundar mætast og þefa hvor af öðrum og frisbídiskar lenda í körfum með tilheyrandi hljóðum. Þetta virkar. Skoðun 12. maí 2022 08:00
Árangur í þágu borgarbúa Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Skoðun 12. maí 2022 07:46
Mikilvægar kosningar Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Skoðun 11. maí 2022 18:00
Er flokkunum sem vinna gegn Reykjavík treystandi til að stjórna Reykjavík? Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Skoðun 11. maí 2022 15:16
Fjölbreytt leiguhúsnæði Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. Skoðun 11. maí 2022 14:47
Hver stendur vörð um vinnustaðinn Reykjavíkurborg? Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Skoðun 11. maí 2022 14:15
Náum jafnvægi á húsnæðismarkaði Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Skoðun 11. maí 2022 13:15
Tími kominn á innhverfin Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Skoðun 11. maí 2022 12:46
Til móts við nýja tíma í Garðabæ Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Skoðun 11. maí 2022 12:30
Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Skoðun 11. maí 2022 12:00
Víst er ég Reykvíkingur Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“ Skoðun 11. maí 2022 11:46
3000 íbúðir á ári Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Skoðun 10. maí 2022 19:00
Of svalir fyrir sjálfa sig Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Skoðun 10. maí 2022 15:31
Úkraínuforseti ávarpar Alþingi Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Skoðun 10. maí 2022 12:01
Borgarlínan er loftslagsmál Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Skoðun 10. maí 2022 11:45
Stéttaskipting í Reykjavík Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Skoðun 10. maí 2022 09:01
Börn eiga ekki að borga Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Skoðun 9. maí 2022 13:01
Húsnæðiskrísa! Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess að það er helsta ástæðan fyrir því að húsnæðisverð hækkar, hvort sem er til kaupa eða leigu. Skoðun 9. maí 2022 09:45
Flokkur fólksins útilokar ekki að setja tímabundið leiguþak Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Skoðun 7. maí 2022 22:01
Menningargatan í Miðbænum Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Skoðun 7. maí 2022 10:30
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun