Gular viðvaranir alla helgina Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Veður 12. júlí 2024 07:58
Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag. Veður 11. júlí 2024 17:59
Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. Veður 11. júlí 2024 14:07
Hiti yfir 46 stigum fimm daga í röð Í borginni Las Vegas í Bandaríkjunum hefur hiti mælst hærri en 46 stig fimm daga í röð. Er þetta metfjöldi samfelldra daga þar sem hiti mælist svo hár í borginni. Erlent 10. júlí 2024 23:15
Holtavörðuheiði opin á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði á ný en heiðinni var lokað á fimmta tímanum í dag eftir alvarlegt umferðarslys. Innlent 10. júlí 2024 20:34
Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Innlent 10. júlí 2024 13:30
Allir austur, allir austur! Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur upp herhóp á Bliku og hvetur alla til að drifa sig austur eða á Norðurlandið. Ástæðan: Langþráð blíða. Innlent 10. júlí 2024 08:36
„Gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag“ Útlit er fyrir talsverða vætu á vesturhluta landsins næstu daga. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar þurrt, bjart og hlýtt. Um og eftir helgi er útlit fyrir prýðisveður víðast hvar um landið. Um helgina er spáð 25 stiga hita á Egilsstöðum. Innlent 9. júlí 2024 12:57
Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9. júlí 2024 07:31
Nokkur umskipti frá helgarveðrinu Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra. Veður 8. júlí 2024 08:57
Allt að tuttugu stiga hiti í dag Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Veður 7. júlí 2024 08:31
N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. Innlent 6. júlí 2024 22:45
Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR. Veður 6. júlí 2024 09:26
Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Veður 5. júlí 2024 15:40
Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Veður 5. júlí 2024 11:46
Besta veðrið áfram á Suðvesturlandi Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum. Veður 5. júlí 2024 07:24
Bjart með köflum og hiti allt að sextán stigum Búast má við norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, í dag, hvassast norðvestantil. Hægara veðri og björtu með köflum suðvestanlands, þar sem hiti gæti náð sextán stigum. Veður 4. júlí 2024 08:50
Skýjað út vikuna Veðurspá gerir ráð fyrir að vindur halli sér smám saman í norðaustanátt sem muni endast út vikuna. Skýjað verði í flestum landshlutum næstu vikuna, þótt vissulega sjáist til sólar inn á milli. Veður 3. júlí 2024 07:26
Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka. Erlent 2. júlí 2024 08:59
Blautt en hiti gæti náð nítján stigum Hægur vindur verður í dag og fremur blautt víðast hvar á landinu. Þó verður bjartviðri norðaustantil og hiti gæti farið í nítján stig þar. Annars staðar verður hiti á bilinu níu til þrettán stig. Veður 2. júlí 2024 08:05
Von á átján stiga hita á Hallormsstað Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar. Innlent 1. júlí 2024 06:42
Hiti víða yfir tuttugu stigum á Austurlandi Útlit er fyrir að hiti fari víða yfir tuttugu stig á austurlandi í dag en lægð á Grænlandssundi veldur suðaustan strekkingi og rigningu seinni partinn. Veður 30. júní 2024 08:18
Allt að tuttugu stiga hiti sunnanlands Veðurstofa Íslands spáir rjómablíðu sunnanlands í dag en að rigna byrji sunnan- og vestanlands strax á morgun. Veður 29. júní 2024 08:13
Mesta hviðan meira en fimmtíu metrar á sekúndu Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. Innlent 28. júní 2024 11:03
Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun. Veður 28. júní 2024 07:30
Gul viðvörun allan morgundaginn Veðurstofan hefur gefið út gula viðbörun fyrir Suðausturland og Austfirði. Viðvörunin tekur gildi á miðnætti og stendur til klukkan ellefu á föstudagskvöld. Veður 27. júní 2024 13:31
Lægð á leið til landsins en sól á Suðurlandi í dag Vestur af Skotlandi er lægð á leið norður og skilin frá henni eru að nálgast Austfirði með norðlægri átt og rigningu. Er líður á daginn verður norðanátt á öllu landinu, yfirleitt kaldi eða stinningskaldi. Veður 27. júní 2024 08:43
Íslenskir jöklar minnka um fjörutíu ferkílómetra á ári Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. Innlent 27. júní 2024 08:14
Hægviðri og lítilsháttar skúrir Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil. Veður 26. júní 2024 06:55
Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. Veður 25. júní 2024 15:31