Fréttamaður

Gunnar Reynir Valþórsson

Gunnar Reynir stýrir útvarpsfréttum Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ofurtollarnir lækkaðir tíma­bundið

Bandaríkin og Kína hafa komist að samkomulagi í tollastríði landanna. Eftir samningaviðræður sem fram fóru í Sviss alla helgina er niðurstaðan sú að lækka ofurtollana sem komnir voru á innflutning á milli landanna um 115 prósent næstu níutíu dagana.

Hækkanir á Asíumörkuðum

Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims.

Ís­lands­met á Al­þingi og sak­sóknarar gagn­rýndir

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni saksóknaranna sem legið hafa undir ámæli um slæleg vinnubrögð þegar tveir þáverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara komust upp með að stela trúnaðargögnum frá embættinu fyrir rúmum áratug. 

Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dag­skrá í dag

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin, eitt umdeildasta mál þessa þings, var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi. Þingmenn hafa nú rætt málið fram á kvöld tvo daga í röð og sér ekki fyrir endann á.

Sjá meira