

Íþróttafréttamaður
Ágúst Orri Arnarson
Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Nýjustu greinar eftir höfund

Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum
Fótboltalið Völsungs fagnaði 98 ára félagsins með því að komast áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni á útivelli gegn Tindastóli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en 7-8 fyrir Völsung eftir vítaspyrnukeppnina.

Ari og Arnór mættust á miðjunni
Ari Sigurpálsson og Arnór Ingvi Traustason mættust á miðjunni í leik Elfsborg og Norrköping, sem lauk með 2-0 sigri Elfsborg í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði
Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum.

Jason skoraði í svekkjandi jafntefli
Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.

Haukur bikarmeistari í Rúmeníu
Haukar Þrastarsson varð bikarmeistari með rúmenska handboltaliðinu Dinamo Búkarest eftir afar öruggan 39-27 sigur gegn Potaissa Turda í úrslitaleik.

„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“
„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss.

Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér
Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar. Þrenna frá Karólínu Leu jafnaði leikinn eftir að stelpurnar okkur gáfu tvö mörk í upphafi beggja hálfleika og annað fremur ódýrt. Ísland spilaði svo manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar en tókst ekki að setja sigurmarkið.

„Maður þarf að skora til að vinna leiki“
„Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

„Ég tek þetta bara á mig“
Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það.

Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum
Stjarnan tók á móti FH og fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferð Bestu deildar karla. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili um miðjan seinni hálfleik en annað þeirra hefði líklega ekki átt að standa. Eftir vel heppnaðar skiptingar minnkuðu FH-ingar muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en tókst ekki að jafna í uppbótartímanum.