
Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir
„Kulnun er andstyggileg. Hún læðist upp að þér, dulbýr sig til dæmis sem „bara stress“ eða „smá lægð“ og áður en þú veist af ertu í sjálfheldu. Það er erfitt að bera kennsl á hana því hún hefur svo margar birtingarmyndir. Fyrir sumum er hún andleg uppgjöf, fyrir öðrum síþreyta eða jafnvel kvíðaköst og þunglyndi. Hvernig sem hún birtist þá er hún raunveruleg og verðskuldar athygli, “ segir Styrmir Barkarson. Hann talar af reynslu. Hann upplifði alvarlega kulnun í starfi og er enn í dag að kljást við afleiðingarnar.