
Trén fallin
Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella.
Fréttamaður
Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella.
Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis.
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag.
Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun.
Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu.
Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað.
Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.
Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni.
Í dag fór fram opinn stefnumótunarfundur í umhverfis- og loftslagsmálum í HR. Skipuleggjandi segir málaflokkinn hafa gleymst upp á síðkastið, en Ísland geti verið leiðandi þar.
Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart.