Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Minnst 114 féllu í loftárásum Ísraelshers á Gasa á fimmtudag. Ísraelsher hefur fjölgað loftárásum sínum og segir þær beinast að innviðum og Hamas-liðum. Aðgerðirnar eru sagðar undanfari aukins landhernaðar á Gasa en yfirvöld í Ísrael hafa boðað að svæðið verði hernumið. 16.5.2025 00:13
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. 15.5.2025 22:20
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15.5.2025 19:20
Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15.5.2025 17:50
„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18.4.2025 15:21
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18.4.2025 10:54
Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18.4.2025 09:23
Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil. 18.4.2025 07:59
Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. 18.4.2025 07:36
„Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Hjálparsamtök hafa miklar áhyggjur af stöðunni á Gasaströndinni þar sem Ísraelar hafa stöðvað innflutning hjálpargagna í yfir sex vikur. Þúsundir barna eru vannærð og borðar flest fólk á stríðshrjáðu svæðinu einungis eina máltíð annan hvern dag, að sögn Sameinuðu þjóðanna. 17.4.2025 15:02