Spyrnir gegn styrkingu krónunnar með fyrstu inngripunum í meira en eitt ár Þrátt fyrir að hafa staðið fyrir talsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í nokkur skipti undir lok vikunnar þegar Seðlabankinn keypti gjaldeyri til að stemma stigu við gengishækkunar krónunnar þá var ekkert lát á risi hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Gjaldeyrisinngripin voru þau fyrstu hjá Seðlabankanum í meira en eitt ár en skörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, meiri en sennilegt er að peningamálayfirvöld álíti æskilegt, er nokkuð á skjön við undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins og spár um viðskiptahalla á komandi árum. 30.3.2025 12:47
Gott gengi tæknifyrirtækja hefur aukið samþjöppun erlendra eigna lífeyrissjóða Með auknu vægi bandarískra tæknifyrirtækja í heimsvísitölu hlutabréfa hefur orðið talsverð samþjöppun þegar litið er til erlendra hlutabréfafjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu Seðlabankans, og eignarhlutur tíu stærstu félaganna í eignasöfnum sjóðanna nemur núna samanlagt um tíu prósent af öllum erlendum eignum þeirra. Miklar lækkanir hafa einkennt bandaríska hlutabréfamarkaðinn á undanförnum vikum en fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hér á landi fyrir árið 2025 sýna að sjóðirnir ætla sér að fara varlega í að auka vægi sitt frekar í erlendum eignum eins og sakir standa. 29.3.2025 12:58
„Hverjum manni augljóst“ að umgjörð bankakerfisins skaðar samkeppnishæfni Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans. 27.3.2025 15:41
Framlegð Alvotech aukist hratt samhliða því að tekjurnar fari í um 200 milljarða Mikill vöxtur í sölutekjum þýddi að heildarvelta Alvotech á síðasta ársfjórðungi 2024 var nokkuð umfram spár greinenda, enda þótt rekstrarafkoman hafi verið lakari, en á sama tíma hefur félagið fært lítillega niður tekjuspá sína fyrir yfirstandandi ár þar sem verðlækkanir á hliðstæðum við Stelara hafa áhrif. Útlit er hins vegar fyrir að EBITDA-framlegðin aukist talsvert og þá hefur Alvotech gefið út nýja afkomuáætlun til meðallangs tíma sem gerir ráð fyrir að tekjurnar liðlega þrefaldist á næstu árum ásamt því rekstrarhagnaðurinn muni nema yfir 600 milljónum dala. 27.3.2025 11:49
Krónan styrkist hratt eftir að lífeyrissjóðir og spákaupmenn drógu sig í hlé Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum. 26.3.2025 17:17
Afturhvarf til verndarstefnu gæti reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins og bankanna Seðlabankinn varar við því að verndarstefna í alþjóðaviðskiptum muni meðal annars leiða til truflana á framboðskeðjum, sem geti haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif, og sömuleiðis valdið niðursveiflu á fjármálamörkuðum, að mati fjármálastöðugaleikanefndar bankans. Líklegt er að áhrifanna af slíkri sviðsmynd myndi gæta hér á landi, beint eða óbeint, og Seðlabankinn undirstrikar því mikilvægi þess að huga að viðnámsþrótti þjóðarbúsins. 26.3.2025 09:14
CRI freistar þess að sækja um sjö milljarða til að styðja við frekari vöxt Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, vinnur núna að því að afla sér samtals allt að fimmtíu milljónir Bandaríkjadala frá fjárfestum til að styrkja fjárhagsstöðuna og leggja grunn að frekari vexti félagsins. Vegna markaðsaðstæðna eru áfram seinkanir á metanólverkefnum sem hafa verið í þróun en tekjur CRI drógust nokkuð saman á liðnu ári og rekstrartapið jókst því að sama skapi. 25.3.2025 15:29
First Water klárar um sex milljarða hlutafjáraukningu frá innlendum fjárfestum Eftir að hafa lokið núna hlutafjáraukningu upp á nærri sex milljarða króna, leidd af núverandi hluthöfum, hefur landeldisfyrirtækið First Water sótt sér samtals um 24 milljarða í hlutafé frá innlendum fjárfestum á allra síðustu árum. Til stóð að ganga frá umtalsverðri fjármögnun frá erlendum sjóðum á fyrri hluta þessa árs, með aðstoð fjárfestingabankans Lazard, en ljóst er að einhver bið verður á aðkomu þeirra að félaginu. 25.3.2025 10:54
LIVE selt um þriðjunginn af öllum bréfum sínum í Eik á fáeinum vikum Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem var þangað til fyrir skemmstu einn allra stærsti hluthafinn í Eik, hefur að undanförnu haldið áfram að selja hratt niður stöðu sína í fasteignafélaginu og á innan við tveimur mánuðum er sjóðurinn búinn að losa um þriðjunginn af eignarhlut sínum. Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins heldur hins vegar á sama tíma áfram að stækka stöðuna í Eik en nýr forstjóri tekur við fyrirtækinu eftir aðalfund í næsta mánuði. 23.3.2025 13:19
Vogunarsjóðurinn Algildi selur allar hlutabréfastöður og hættir starfsemi Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun. 22.3.2025 13:28