Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16.5.2025 12:37
Friðrik ráðinn í nýtt starf stefnumótunar hjá fasteignafélaginu Eik Friðrik Ársælsson, sem hefur stýrt lögfræðiráðgjöf Arion undanfarin ár, er að láta þar af störfum og mun taka við nýju starfi stefnumótunar á skrifstofu forstjóra hjá Eik fasteignafélagi. 15.5.2025 17:34
Hækkar verulega verðmat á Icelandair og telur „allar líkur“ á viðsnúningi í rekstri Icelandair hefur sjaldan byrjað fyrstu mánuði nýs árs jafn vel og núna í ár, að sögn hlutabréfagreinanda, sem telur allt útlit fyrir að það verði talsverður viðsnúningur í rekstrinum og hefur hækkar verðmat sitt á flugfélaginu um nærri fjórðung. Hann segir áhyggjuefni hversu veikur hlutabréfamarkaðurinn er hér landi – Icelandair hefur fallið í verði um þrjátíu prósent frá áramótum – með lítilli dýpt, lakri verðmyndun og „hálf munaðarlausum“ félögum. 15.5.2025 15:46
Veðjuðu á frekari verðlækkun Alvotech skömmu áður en gengið rauk upp Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech hélt áfram að aukast verulega dagana og vikurnar áður en félagið birti uppfærða afkomuspá fyrr í þessum mánuði, sem hefur þýtt að hlutabréfverðið hefur rokið upp, og fjárfestar sem stóðu að þeim viðskiptum munu að óbreyttu taka á sig nokkurt högg. Fjöldi skortseldra hluta í hlutabréfum Alvotech á markaði vestanhafs meira en tífaldaðist á fáeinum mánuðum en þrátt fyrir viðsnúning í gengi bréfa félagsins, sem er núna að bæta við skráningu í Stokkhólmi, er markaðsvirði þess niður um fimmtung á árinu. 15.5.2025 11:32
Greinendur hækka verðmöt sín á Oculis samtímis góðum gangi í rannsóknum Góður framgangur í þróun og klínískum rannsóknum hjá Oculis hefur þýtt að greinendur erlendra fjármálastofnana hafa margir hverjir á síðustu dögum hækkað nokkuð verðmat sitt á líftæknifélaginu, sem er að þeirra mati verulega undirverðlagt á markaði um þessar mundir. Á það er bent að mikil tækifæri felist í lyfjapípu Oculis en félagið áformar að sækja um markaðsleyfi í Bandaríkjunum á seinni helmingi næsta árs fyrir sitt fyrsta lyf. 14.5.2025 15:29
Nýsköpunarfyrirtækið Álvit tryggir sér fimmtíu milljóna sprotafjármögnun Nýsköpunarfyrirtækið Álvit hefur tryggt sér um fimmtíu milljóna króna sprotafjármögnun frá Nýsköpunarsjóðnum Kríu (áður Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins) og hópi englafjárfesta, meðal annars frá Guðmundi Fertram, stofnanda Kerecis. Nýta á fjármagnið einkum til að markaðssetja fyrstu vöru félagsins. 14.5.2025 06:03
Greinendur verðmeta Íslandsbanka 33 prósentum yfir lágmarksgengi í útboðinu Samkvæmt nýlegum greiningum frá nokkrum innlendum hlutabréfagreinendum verðmeta þeir Íslandsbanka að meðaltali á liðlega 33 prósentum hærra gengi í samanburði við það lágmarksverð sem almenningi gefst kostur á að kaupa fyrir í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Mikill fjöldi erlendra söluráðgjafa sem er fenginn að verkefninu gefur til kynna væntingar um að þátttaka erlendra fjárfesta verði talsverð en magn seldra hluta ríkisins getur meira en tvöfaldast frá grunnstærð þess, og því talsverð óvissa um hversu stórt útboðið verður. 13.5.2025 15:39
Samkeppnisstaða Alvotech verði „enn sterk“ þótt verð á frumlyfjum muni lækki Ef áform Trump um að knýja í gegn tugprósenta lækkun á verði lyfja vestanhafs mun raungerast ætti það að sama skapi að leiða til verðhækkana á frumlyfjum í Evrópu og öðrum löndum, að sögn forstjóra Alvotech, og styrkja þá samkeppnisstöðu félagsins enn frekar utan Bandaríkjanna. Hann telur að útspil Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á boðaða skráningu Alvotech í Svíþjóð í næstu viku og vegna „mikils áhuga“ séu væntingar um að stórir norrænir fjárfestar muni bætast við hluthafahópinn eftir að félaginu verður fleytt á markað þar í landi. 12.5.2025 11:21
Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11.5.2025 13:44
Erlendir sjóðir bæta nokkuð við stöðu sína í stuttum ríkisverðbréfum Viðsnúningur varð í fjárfestingu erlendra sjóða í íslenskum ríkisverðbréfum en eftir að hafa losað nokkuð um stöðu sína í slíkum bréfum í mars bættu þeir við sig fyrir jafnvirði milljarða króna í liðnum mánuði. Hreint fjármagnsinnflæði vegna kaupa á ríkisskuldabréfum nemur um átta milljörðum frá áramótum en á sama tíma hefur vaxtamunur við útlönd heldur farið lækkandi. 10.5.2025 12:17