Tollastríð ætti að minnka efnahagsumsvif og styðja við vaxtalækkanir Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans. 19.3.2025 06:02
Freista þessa að selja Frumherja og um fimm milljarða fasteignasafn Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína. 18.3.2025 14:47
Fjármálaráðherra leggur til óbreytt bankaráð hjá Landsbankanum Engar breytingar verða gerðar á sjö manna bankaráði Landsbankans á komandi aðalfundi en núverandi aðalmenn komu allir nýir inn í bankaráðið fyrir aðeins um einu ári eftir að þáverandi bankaráðsmönnum var öllum skipt út fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína, að mati Bankasýslunnar, við umdeild kaup á TM. Þrátt fyrir að vera ekki tilnefndur af fjármálaráðherra hefur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingisþingmaður, engu að síður boðið sig fram í bankaráð Landsbankans. 18.3.2025 10:30
Raunarðsemin umtalsvert lægri en hjá öðrum stórum norrænum bönkum Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum. 17.3.2025 16:25
Taki varkárt skref með 25 punkta lækkun í skugga óvissa og yfirvofandi tollastríðs Nánast óbreytt raunvaxtaaðhald frá síðasta fundi þýðir að peningastefnunefndin mun aðeins hafa svigrúm til að lækka vextina um 25 punkta í þetta sinn, að mati mikils meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, þar sem myndarleg hjöðnun verðbólgu mun vega þyngra en óvænt hækkun verðbólguvæntinga heimila. Góðar líkur eru á að vaxtalækkunarferlið haldi áfram síðar á árinu, einkum ef peningastefnunefnd fer að hefja hægfara losun á aðhaldinu, og mjög verður horft til skilaboða Seðlabankans í vikunni hvaða áhrif stóraukin óvissa í alþjóðamálum og yfirvofandi tollastríð kunni að hafa á efnahagsumsvifin. 17.3.2025 12:03
Þarf meira til en samnýtingu innviða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum. 16.3.2025 13:40
Spáir hægfara hækkun á framlegðarhlutfalli JBTM og telur félagið undirverðlagt Þrátt fyrir „hófsama“ spá hlutabréfagreinanda um að framlegðarhlutfall sameinaðs félags JBT og Marel muni hækka smám saman á næstu árum í 38 prósent – það var 36,7 prósent í fyrra – þá er félagið samt nokkuð undirverðlagt um þessar mundir, samkvæmt nýrri greiningu. Metinnflæði var í nýjum pöntunum á síðasta fjórðungi en líklega vilja stjórnendur gera enn betur og ná pantanabókinni upp fyrir 38 prósent af tekjum. 15.3.2025 12:21
Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins. 13.3.2025 18:09
Yfir fimmtíu milljarða evrugreiðsla ætti að létta á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði. 12.3.2025 12:47
Sigurlaug selur alla hluti sína í ION Hotels og fasteignafélaginu Hengli Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn. 11.3.2025 10:34